Ratleikur í Reykjavík

Í dag skellti ég mér ásamt elstu tveimur stelpunum í ratleik í miðbæ Reykjavíkur. Við höfðum ákveðið að finna okkur eitthvað sniðugt að gera og eftir stutt hugarflug við morgunverðarborðið var þetta niðurstaðan. Ýmsum uppástungum var óvænt kastað út af borðinu, s.s. heimsókn í Sirkus Íslands, ferð í Bláa Lónið ofl., en í lok dags er undirritaður afar sáttur við val stúlknanna.

Við studdumst við skemmtilegt skjal sem ég fann á netinu með Google leit. Skjalið var hannað fyrir nemendur í Valhúsaskólaskóla á Seltjarnarnesi og voru spurningarnar og þrautirnar bæði fræðandi og skemmtilegar. Afi, hundir Alex og langamma slógust í hópinn á síðustu stundu og skemmtu sér ekki síður en við stelpurnar. Ég kann höfundi skjalsins bestu þakkir fyrir framtakið og fæ að vísa á það með hlekk hér.

Eftir þennan skemmtilega dag velti ég því fyrir mér hvers vegna öll bæjarfélög útbúa ekki sniðuga ratleiki á borð við þennan. Þetta er einföld og ódýr leið til að draga fjölskyldufólk á staðinn og ferð eins og okkar skyldi nokkrar krónur eftir í miðborginni. Við heimsóttum að sjálfsögðu kaffihús og gerðum vel við okkur í mat og drykk. Kannski ég taki að mér að henda upp einum slíkum fyrir okkur Kópavogsbúa…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s