Matardagatalið

Ég hef í þó nokkurn tíma ætlað mér að setja inn á síðuna færslu um matarskipulagið á heimilinu hjá okkur Tinnu. Tilgangurinn er síður en svo að stæra mig af þessu ágæta fyrirkomulagi, en frekar að deila því með áhugasömum. Þegar ég minnist á þetta matarskipulag okkar við fólk hef ég gjarnan fengið spurningar um það hvernig við framkvæmum þetta. Margir vilja koma einhverju matarskipulagi upp hjá sér, aðrir nýta uppskriftirniar hjá okkur og svo eru auðvitað fjölmargir sem hafa gaman af því að hlæja að þessari miklu yfirbyggingu í kringum einfaldan hlut eins og kvöldverð.

Að skipuleggja matinn

Fyrir um þremur árum síðan vildum við Tinna gera breytingar á fyrirkomulagi innkaupa á heimilinu. Líklega var það aðallega ég sem var orðinn þreyttur á því að þurfa nánast daglega að fara yfir hvað fjölskyldan ætti að borða þann daginn. Ýmist var það símtal á vinnutíma eða heimsókn í búðina seinni part dags án nokkurrar hugmyndar um hvað ætti að kaupa. Ég ákvað því að byrja á því sem margir hafa gert, þ.e. að setja upp einfalda mataráætlun fyrir vikuna og gera ein stór matarinnkaup um helgar.

Það var einfalt og þægilegt að koma því af stað og fljótlega fórum við að nýta okkur Google dagatalið til að halda utan um kvöldmatinn. Við settum inn þá rétti sem við ætluðum að elda í vikunni á eftir og settum inn hráefni og leiðbeiningar um eldun. Því til viðbótar settum við hverja máltíð á endurtekningu þ.a. hún birtist aftur á dagatali eftir ákveðinn tíma, t.d. á þriggja mánaða fresti. Með tímanum hefur því byggst upp hjá okkur mikill grunnur að góðum réttum og nú orðið er lítið mál að færa rétti á milli daga og setja saman matseðil vikunnar. Að vísu koma oft nokkrir réttir á sama dag en það er mun minna mál að færa þá á milli daga heldur en að þurfa sífellt að hugsa upp hvað hægt er að hafa í matinn.

Hér má sjá hvernig matardagatalið er sett upp hjá okkur:

Yfirlit yfir dagatal mánaðarins

Uppskriftir

Hver réttur er sem sagt settur inn sem „viðburður“ í dagatalið og með honum fylgja leiðbeiningar og það hráefni sem þarf til að elda réttinn. Sjá dæmi:

Fiskréttur með Kotasælu – viðburður

Það eina sem við höfum í mörgum tilvikum gleymt að gera er að setja inn í lýsinguna hvaðan uppskriftin er fengin. Það var ekki stórt mál þegar þetta var einungis notað af okkur sjálfum, en eftir að við fórum að deila dagatalinu hefur mér þótt verra að vita af réttum þar sem höfundar er ekki getið. Við í seinni tíð reynt að muna eftir því að setja inn hvaðan rétturinn er fenginn, þó svo því sé enn nokkuð ábótavant í grunninum að allra „höfunda“ sé getið. Hér á eftir er annað dæmi um rétt:

Frönsk kjötsúpa – viðburður

Aðgengi að dagatalinu

Það er virkilega einfalt og þægilegt að notast við Google dagatalið því hægt er að búa til einstök dagatöl til að halda utan um ákveðna tegund viðburða. Þannig erum við Tinna með sitthvort dagatalið með fjölskylduviðburðum sem við deilum með hvort öðru og annað dagatal til að halda utan um æfingar. Matardagatalið er síðan aðgreint og því hægt að deila því með hverjum sem er án þess að hafa áhyggjur af því að aðrir viðburðir fjölskyldunnar séu fyrir allra augum. Dagatalið er svo auðvitað aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu og einnig erum við bæði með það í Android símunum okkar, þ.a. ekki fer á milli mála hvað er í matinn hvern dag.

Sem fyrr segir höfum við líka deilt dagatalinu með vinum og ættingjum sem hafa haft áhuga á því og þá held ég að flestir séu að nýta sér uppskriftagrunninn frekar en að samræma skipulagið með okkur hjónum. Reyndar hef ég nokkrum sinnum fengið símtal frá mömmu eða vinum sem vilja þakka mér fyrir hversu góðan mat við höfum skipulagt kvöldið áður… og það er alltaf gaman að því.

Ég fer líklega síðar yfir það hvernig við síðan komum þeim hlutum sem kaupa á inn á einfaldan hátt inn í símann hjá okkur og gerum þar með innkaupaferðina skilvirkari og skemmtilegri.

Það eru auðvitað til fjöldamargar aðrar leiðir til að gera þetta heldur en með Google og það næsta sem ég hef komist því að skipta um viðmót er það þegar ég datt inn á þessa síðu: http://www.cozi.com. Það voru þó þarna þættir sem mér fannst ekki nógu þægilegir og því ákvað ég að halda óbreyttu fyrirkomulagi.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Matardagatalið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s