Hjólað um Kópavog

Fjölskyldan skellti sér í hjólatúr um sveitarfélagið í gærdag. Við lögðum af stað upp úr 10 og héldum í Kórinn þar sem Þórdís Katla fór á fótboltaæfingu. Að henni lokinni var haldið út í Versali þar sem Signý Hekla átti að fara í fimleika, en þar fórum við fýluferð því engin æfing var þennan daginn. Við héldum því áfram niður í Smára þar sem við fengum okkur nesti áður en hjólað var Kópavogsdalinn, Linda-, Sala- og Kórahverfi til baka. Allt í allt vorum við á ferðinni í rúmar 4 klukkustundir sem hlýtur að teljast nokkuð gott.

Það gekk líka ýmislegt á í þessum hjólatúr, m.a. lentum við í að brjálaður Doberman hvolpur (held ég fari rétt með tegund) réðst að okkur. Það var frekar illa séð, enda verið að vinna í því að draga úr hræðslu Þórdísar Kötlu við hunda. Það er alveg óþolandi þegar fólk hefur ekki hemil á dýrunum sínum innan borgarmarka. Þessi hljóp t.a.m. laus um allt hverfið snaróður og við fylgdumst með honum ógna fleira fólki og öðrum dýrum. Ró Signýjar Heklu var þó ekki raskað mikið við þetta atvik því henni tókst að sofna í stólnum aftan á hjóli föður síns og sofa megnið af heimleiðinni.

Signý Hekla sofnaði á hjólinu

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s