XBMC

Ég tók nýlega sjónvarpsmálin í Álfkonuhvarfinu til gagngerrar endurskoðunar. Við höfum síðustu ár verið að keyra borðvél við hlið sjónvarpsins og horft á myndir, þætti, DVD osfrv í gegnum hana. Einnig höfum við notast við vélina og sjónvarpið til að hlusta á tónlist og nýtt til þessa Windows Media Center sem fylgir með Windows 7. Það var ýmislegt sem fór í taugarnar á mér við WMC leiðina, t.d. vandamál við að sækja upplýsingar um þætti og myndir (ég notaði http://myMovies.dk viðbótina), hæg vinnsla, auk þess sem alltaf virtust vera vandamál við hvers kyns viðbætur sem mig langaði að prófa.

Ég var búinn að leika mér með XBMC um nokkurt skeið og ákvað nú þegar við skiptum um vél við sjónvarpið að færa mig alfarið yfir í XBMC. Uppsetningin fyrir Windows er einföld eins og fyrir önnur forrit sem keyra á stýrikerfinu. Eftir að hafa hlaðið forritinu niður og sett upp (http://xbmc.org/download) er hægt að byrja strax að nota það með lyklaborði og mús.

Kerfið spilar nánast allar helstu tegundir af hljóð og myndskrám og diska (CD/DVD osfrv) beint af diski eða úr skrá. Library möguleikinn sem getur sótt upplýsingar um efni ansi víða er mjög öflugur og virkar mun betur hjá mér heldur en viðbæturnar sem ég var með í WMC. Til viðbótar er svo fjöldinn allur af viðbótum (add-ons), s.s. veðurspá, Gmail tenging, RSS feed ticker ofl, ofl.

Að bæta við skrám

Það er að sjálfsögðu hægt að vafra í gegnum kerfið út frá hefðbundinni skráaruppbyggingu, en þá er tilgangurinn með notkun þess orðinn ansi lítill. Þegar skrár eru settar inn í kerfið (library) er hægt að nálgast viðbótar upplýsingar á borð við cover myndir, lýsingu á þáttum og myndum, trailera ofl. Ég lenti í smávægilegum vandræðum við að setja þetta inn fyrst en eftir að hafa glöggvað mig aðeins á netinu lá þetta nokkuð beint við og kerfið sér um að sækja allar upplýsingar og koma skilmerkilega á réttan stað. Það er þó mikilvægt að skráarheiti séu rétt til að virknin sé fullkomin. XBMC leitar á netinu og finnur sjálfkrafa upplýsingar um myndir og þætti ef heiti á skrám eru samkvæmt venjum (sjá hér: TV show naming conventions). Sjálfur nota ég IMDB til að sækja upplýsingar um myndir og TV database til að sækja upplýsingar um þætti. Í wiki grunni á XBMC síðunni er að finna einfaldar og góðar leiðbeiningar varðandi uppsetningu á þessu: Adding videos to the library og Video library.

Ég hef svo verið að leika mér með hin og þessi sniðmát „skin“ ofan á kerfið og er sáttastur við Transparency, Simplicity, Back Row og Confluence sem kemur með kerfinu. Það er mjög einfalt að skipta um „skin“ og ég er eiginlega enn að átta mig á því hvað hentar best af þeim sem í boði eru. Ég hef síðan virkjað fjölda viðbótarmöguleika sem ég fer hugsanlega betur yfir síðar. Þar á meðal er Sarpurinn frá RÚV, ýmsar aðrar viðbætur sem veita aðgang að sjónvarpsefni á netinu, fjarstýring í Android símana okkar Tinnu ofl. Ég get ekki sagt annað en að ég mæli eindregið með uppsetningu á XBMC…

Auglýsingar

2 athugasemdir við “XBMC

  1. Örvar Steingrímsson sagði:

    Búinn að nota þetta forrit í ca. 2-3 ár, algjör snilld. Finnst einnig gott að þá geta strákarnir valið hvaða myndir þeir vilja horfa á með því að sjá „cover-ið“ á myndinni sem er ekki hægt í venjulegum flökkurum.

    Var ekki búinn að átta mig á þessu með sarpinn á RÚV. Fer beint í það mál.

  2. Já, það er þægilegt að fá coverin og info af imdb. Síðan er ansi nett viðbót líka í Video add-ons sem heitir OnSide TV ef ég man rétt. Þar er hægt að nálgast mörkin úr leikjum í enska, Champions League ofl…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s