Er vorið komið?

Við nutum góða veðursins um helgina, því þrátt fyrir nokkurn vind var annar bragur á hitatölum en verið hefur. Snemma á laugardagsmorgun lék undirritaður ásamt 3. deildar liði Augnabliks gegn annarar deildar liði KFR af Suðurlandinu. Við höfðum nokkuð þægilegan sigur í líklega 7. 90 mínútna leik mínum eftir áramót þetta árið. Líkaminn virðist í nokkuð góðu standi og það er enn gaman í fótbolta þ.a. maður spriklar eitthvað með áfram. Það er þó efni í heila færslu að svara þeirri spurningu sem ég fæ nokkuð regluleg, þ.e. hvernig ég nenni þessu. Látum því ósvarað að sinni.

Við Signý Hekla reyndum að nýta vorveðrið á laugardeginum og skelltum okkur út á hjóla og á róluvöllinn eftir leikinn. Það var að vísu svolítið kalt, en við leiddum það hjá okkur og reyndum að sannfæra okkur um að sumarið sé rétt handan við hornið. Ég neita að trúa því að veturinn ætli að líta við hjá okkur aftur.

Signý Hekla hress og kát í rólunni á Sólhvörfum

Sem fyrr var líka nóg að gera hjá stúlkunum um helgina og voru fimleika- og dansæfingar sóttar eins og fyrri helgar þennan veturinn. Til viðbótar við það lék Þórdís Katla æfingaleik gegn Fylki á sunnudeginum  í blíðskaparveðri á Árbæjarvelli. Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með stelpunum í boltanum því þær hafa svo ótrúlega gaman af því að spila og eru orðnar ansi sprækar og farnar að sýna skemmtilega takta inn á milli.

Þórdís Katla og Blikastelpur þakka Fylki fyrir góðan leik

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s