Í fyrsta sinn

Föstudagskvöldið var skemmtilegt að því leyti að ég prófaði tvo hluti í fyrsta sinn. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt 🙂

Fyrir það fyrsta hélt ég ásamt liðsmönnum þriðjudeildarliðs Augnabliks niður á Hlíðarenda og lék í æfingaleik gegn Knattspyrnufélagi Hlíðarenda. Leikurinn var svosem ekki merkilegur og frammistaðan fer ekki í sögubækurnar frekar en fyrr… en skemmtileg og góð hreyfing eins og í fyrri leikjum. Hins vegar lék KH í Valsbúningum og kalla áfram Valur osfrv. enda nátengdir stórveldinu. Var þetta því í fyrsta sinn sem undirritaður leikur á útivelli á Hlíðarenda. Fyrsti leikurinn gegn Val var háður geng „B liði“ þeirra á síðasta undirbúningstímabili Augnabliks. Ég geri svo fastlega ráð fyrir að spila fyrst mótsleikinn gegn Val þegar Augnablik dregst gegn Val í 16 liða úrslitum bikarsins í sumar. Vissulega væri gaman að vera í rauðu, en fjarlægðin ofl ræður því að græni búningurinn verður fyrir valinu að svo stöddu.

Síðar um kvöldið var ég svo mættur í foreldrarölt í Vatnsendahverfinu. Góð áminning um það að árunum fjölgar sífellt. Í Vatnsendaskóla er foreldrarölti skipt á milli allra bekkjardeilda og því var bekkur Þórdísar Kötlu að hluta til með umsjón í gær. Ég mætti við annan mann og gengum við um hverfið í ca 30 mínútur þar til við vorum fullvissir um að ekki sála væri á ferli :)… Hverfið er með allra rólegasta móti, sem er hið besta mál.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s