Jólabjórinn 2011

Jólagull 2011

Síðastliðið föstudagskvöld fór fram árleg bjórsmökkun //cyberg klúbbsins. Smökkunin var afar vel heppnuð og ljóst að viðburðurinn er búinn að festa sig í sessi innan skipulags klúbbsins. Líkt og áður fór smökkunin þannig fram að ein tegund var borin fram í einu og menn gáfu umsagnir og einkunnir, auk þess sem reynt var að giska á tegund bjórsins.

Sjö bjórar voru smakkaðir þetta kvöld og því vantar nokkra algenga bjóra inn í valið, en þetta voru þær tegundir sem forvalsnefnd klúbbsins skilaði úr sínu starfi. Það er skemmst frá því að segja að niðurstöður voru talsvert ólíkar árinu áður og nýr sigurvegari leit dagsins ljós. Jólabjór ársins 2011 að mati klúbbmeðlima er Egils Jólagull.

Hér að neðan er röð bjóranna skv. vali klúbbsins (average)

1. Egils Jólagull
2. Tuborg Julebryg
3. Jóla Kaldi
4. Viking Jólabjór
5. Einstök Jólabjór
6. Leppalúði
7. Jóla Bock

Og hér á eftir er röðin mín:

1. Egils Jólagull
2. Tuborg Julebryg
3. Leppalúði
4. Viking Jólabjór
5. Jóla Kaldi
6. Einstök Jólabjór
7.  Jóla Bock

Þess má svo geta að undirritaður náði að þekkja (giska rétt á) þrjár bjórtegundir; Jóla Bock, Leppalúða og Jóla Kalda. Nú mun ég birgja mig upp af kolvetnum fyrir jólin og sæki líklega eitthvað af Jólagulli í vikunni…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s