Sumarhelgi í október

Undirritaður tók þessa helgina með trompi og lét allt tal um haust eða vetur sem vind um eyru þjóta… í bókstaflegri merkingu. Á laugardag var afmæli yngri stúlkunnar minnar haldið hátíðlegt. Signý Hekla er orðin fjögurra ára og var því fagnað með ættingjum hér í Hvarfinu á laugardaginn. Boðið var til hádegisverðar og fór fjölskyldufaðirinn hamförum á grillinu, hvaðan sem hamborgarar og pylsur streymdu eins og á góðum sumardegi. Tinna skellti í nokkrar kökur og flestir fóru líklega saddir og sælir frá okkur þennan daginn. Enginn var þó líklega sælli en Signý Hekla sem fékk margar fínar gjafir og var allt í öllu í veislunni.

Til að taka sumarfílinginn alla leið skellti ég mér í golf á Korpuna í morgun ásamt pabba og spilaði þar í hreint ágætis veðri. Völlurinn er í flottu ástandi m.v. árstíma og ekkert hægt að kvarta… nema kannski yfir of góðri nýtingu minni á vellinum.

Með þessa góðu októberhelgi í farteskinu býst ég fastlega við því að vakna í snjókomu í fyrramálið… eða fljótlega í vikunni. Það væri jú svo íslenskt.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s