Ládeyða

Í heimsókn hjá Stebba, Guggu og Sveinbjörgu Þóru

Fjölskyldan 2011 (með lánsbarnið Sveinbjörgu Þóru)

Síðan hefur að mestu legið niðri upp á síðkastið. Ég gafst upp á því að vera með sérstakt lén fyrir þetta og gaf heimanet.net þar af leiðandi eftir. Þegar ég tala um síðuna á ég bloggskrif mín á netið, en úr þeim hefur dregið verulega hin síðari ár. Ég byrjaði á þessu 2001 í USA og hef síðan haldið úti síðu þó hún hafi flust á milli kerfa osfrv. Ég hef m.a. verið á Blogger, mbl.is, með eigin Joomla kerfi, eigin WP kerfi en er nú kominn með þetta á WordPress.com þar sem ég hafði verið áður líka. Lukkulega hefur mér tekist að þvæla grunninum á milli allra kerfanna þ.a. færslur hafa hangið með mér síða 2001.

Vandamálið er að þó ég vilji síður leggja þetta niður alfarið þá hef ég átt í mestu vandræðum með að finna tilgang og þema fyrir síðuskrifin. Í upphafi var þetta til að halda tengslum við fjölskyldu og vini en síðan færðist það inn á Barnaland fyrir stelpurnar og síðar á social vagninn sem Facebook, Twitter osfrv hafa dregið áfram.

Ég þrást þó við og ætla enn sem komið að halda áfram að henda inn færslum við og við sem eins og fyrr verða líklega að mestu fjölskyldusögur eða íþrótta- og tónlistartengt dót…

Við hentum inn myndum frá sumrinu 2011 í gærkvöldi og ég reyni hugsanlega að setja inn myndafærslu fljótlega þar sem ég fer yfir það sem helst hefur verið í gangi hjá okkur síðustu mánuði.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s