Strákarnir okkar

Ríkissjónvarpið hefur framleitt virkilega skemmtilega þætti sem kallast strákarnir okkar og eiga líklega að vera svar sjónvarpsins við því að hafa misst frá sér heimsmeistarakeppnina. Rifjuð er upp saga handboltalandsliðsins og lögð drög að kosningu á besta liði allra tíma. Þar sem ég hef alltaf virkilega gaman af upprifjun á gömlu og góðu íþróttaefni og er mikill aðdáandi ESPN classic stöðvarinnar þá hitta þessir þættir beint í mark hjá mér. Eina gagnrýnin sem ég hef á þáttinn er sú að eins og oft áður í íþróttadagskrárgerð RÚV þá finnst mér menn vera að flýta sér talsvert – enda alltaf að koma fréttir og veður… Ég hefði gjarnan viljað sjá meira lagt upp úr sýnishornum frá hverjum og einum leikmanni og gaman hefði verið að sjá betri greiningu á því hvers vegna viðkomandi var eins góður og raun ber vitni. En við tökum viljann fyrir verkið.

Kosningin fer fram á vefnum ruv.is og eru allir hvattir til að fara þangað og kjósa.

Ég setti saman mitt besta lið áður en þættirnir hófust og hef verið nokkuð sammála þeim tilnefningum sem RÚV hefur kynnt. Maður missti auðvitað af elstu liðunum, en reynir að rýna í myndir og taka mið af árangri einstakra leikmanna. Ég myndi því sjá besta liðið svona:

Markm: Einar Þorvarðarson
Horn: Guðjón Valur og Alexander
Skyttur: Alfreð og Óli Stef
Miðja: Geir Hallsteins
Lína: Geir Sveins
Varnarmaður: Þorbjörn Jens

Ég kaus reyndar Jakob sem besta vinstri hornamanninn á vef RÚV, enda styður maður sitt fólk í svona kosningum ;D.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s