Af fjölskyldunni…

… er allt fínt að frétta. Við gleðjumst yfir áætlaðri komu jólanna og undirbúum okkur af kappi yfir þessa hátíð sem verður í styttra lagi þetta árið. Búið er að fjárfesta í vel flestum jólagjöfu sem við sendum frá okkur og eitthvað er búið að skreyta í Hvarfinu, þó líklega muni bætast á það eftir því sem líður á mánuðinn.

Um síðustu helgi var Þórdís Katla í heimsókn hjá langömmu sinni ásamt frænum sínum og fóru þær í gegnum heljarinnar jólaföndur. Á sunnudegi hittist svo stórfjölskyldan og skar út laufabrauð og átti góða stund hjá Möggu og fjölskyldu í Grænatúni. Við tókum okkur líka til á laugardegi og þræddum Laugaveginn og reyndum að drekka í okkur jólaandann. Mér finnst einhvern veginn eins og best sé að sækja þennan jólaanda niður á Laugaveg – enda jólin eins og margir aðrir viðburðir orðin að hátíð verslunarmanna. Á sunnudegi fórum við Tinna svo í boði samstarfskonu hennar á jólatónleika Karlakórs Reykjavíkur. Það var hátíðleg stund þó svo ég muni líklega ekki fjárfesta í disknum þegar hann kemur út.

Stúlkurnar okkar dafna vel og eru eins og barna er von orðnar talsvert spenntar fyrir jólunum. Mikið er rætt um komu jólasveinanna og er ekki útilokað að hegðunin sé óvenju góð þessa dagana til að þóknast sveinunum 13. Það er síðan hitt og þetta sem er framundan hjá okkur uns jólin ganga formlega í garð. Fyrirhuguð er árleg bústaðarferð tengdafjölskyldunnar og svo á eftir að skera meira laufabrauð, baka smákökur og ganga frá jólakortum og síðustu pökkunum. Það gefst líklega lítill tími til að vinna með þessu… en við reynum okkar besta.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s