Sunnudagsmaturinn

image

Við Tinna erum enn að halda úti matarskipulagi með aðstoð Google calendar. Ég set dagatalið fljótlega í tenglalistann, enda mikið nýtt af lesendum síðunnar 🙂

Ég set til gamans sunnudagsmatinn, grísapottrétt, hingað inn í miðri eldsmennsku… Það sýnir hversu einfalt þetta er.

——

Hráefni:
1 kg svínakjöt,hryggvöðvi,skorið í strimla (grísagúllas notað)
2 laukar
100 gr beikon
matarolía til steikingar
2 msk karrí
1 msk paprika
4 dl vatn
1 hálf dós ananas í bitum (300 gr)
safi af ananasnum
2 1/2 dl rjómi eða kaffirjómi
kjötkraftur (2=3 teningar)
salt
pipar
sósujafnari.

Aðferð:  1.
Sneiðið lauka og brúnið ásamt beikoni í olíu.
Bætið karrí og papriku út í.

2.
Skerið kjötið í strimla og steikið í laukblöndunni.
Hellið 4 dl af vatni og safanum af ananasbitunum út í og sjóðið í 15=20 mín.

3.
Setjið rjómann og ananasbitana í að lokum og bragðbætið með kjötkrafti,salti og pipar.
Þykkið sósuna með sósujafnara.

Berið réttinn fram með hrísgrjónum og fersku salati.

——

Ég man ekkert hvaðan uppskriftin er fengin en vona að höfundurinn fyrirgefi birtinguna.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s