Bækur og Audible.com

Mér finnst ég ekki búinn að vera nógu duglegur að lesa í ár. Ég hef þó unnið það að einhverju leyti upp með hljóðbókum sem ég hef nýlega komist upp á lag með að nýta mér á leið til og frá vinnu. Ég hef verið að nýta mér þá ágætu síðu Audible til að kaupa bækur fyrir iPodinn minn og finnst þetta sérlega sniðug leið til að gera bílferðina bærilegri. Ég var kominn með nóg af íslenskum kvart-þáttum sem í of miklum mæli opna fyrir alls kyns bull í sínum síðdegis- og morgunþáttum. Það er talsvert skárra að hlusta á Obama forseta Bandaríkjanna lesa eigin bækur eða Jimmy Carter tala um ástandið í Palestínu heldur en að hlusta á húsmóður í Vesturbænum kvarta yfir því að Jón Gnarr skoði klám í sínum frítíma. Hvað er annars klám?

En að bókunum. Á meðal þeirra bóka sem ég hef lesið eða hlustað á í ár eru eftirfarandi:

Bankster
Íslensk raunasaga bankamanns sem missir vinnuna eftir hrun og í kjölfarið fjarar undan honum í einkalífinu. Bók sem fékk að ég held einhver verðlaun hér heima og er ágætlega skrifuð, en heillaði mig engan veginn. Fannst hún í raun leiðinleg og tilgangslaus…

Stig Larsson þríleikurinn
Las allar þessar þrjár bækur Larsson, þá fyrstu á íslensku en hinar tvær á ensku. Ég veit ekki hvort sú staðreynd hafði áhrif á upplifun mína af þessum bókum, en mér fannst sú fyrsta bera af og sú í miðjunni vera síðst. Virkilega skemmtilegar bækur þó og synd að ekki muni meira skila sér á prent frá höfundinum…

Palestine – Jimmy Carter
Mig hefur alltaf langað til að fræðast meira um ástandið fyrir botnið miðjarðarhafs. Mér þótti ágætis hugmynd að byrja á að hlusta á hugleiðingar Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um ástandið enda hefur hann verið virkur þátttakandi í friðarviðræðum á milli Ísraels og nágrannaríkja. Bókin var virkilega áhugaverð og vakti hjá mér enn meiri samúð með málstað Palestínumanna umfram annarra. Veitti líka enn betri innsýn í það sem hverjum manni er augljóst, þ.e. að nánast er um pattstöðu að ræða á milli þessara þjóða og vandséð að sjá hvernig þessi mál muni leysast í náinni framtíð. Mæli með lestri þessarar bókar og ætla sjálfur að lesa mér enn betur til um þessi mál á næstu misserum.

The Audacity of Hope – Obama
Síðasta bók sem ég hlustaði á í iPodinum. Áhugaverð innsýn í hugsanaheim Obama Bandaríkjaforseta og styrkti mig í þeirri trú að þarna er á ferðinni einhver mælskasti og rökfastasti (er það orð?) maður okkar tíma. Ég lenti nokkrum sinnum í því að segja upphátt „Já!“ við fullyrðingum hans við hlustun í iPodinum…

Hvíti tígurinn
Fékk þessa bók í jólagjöf um síðustu jól og kom mér loksins að því að lesa hana nú í sumar. Bókin segir sögu þjóns í Indlandi og er virkilega skemmtileg og áhugaverð. Ekki margt hægt að segja um hana án þess að gefa upp of mikið um framvindu sögunnar… en óhætt að mæla með lestri bókarinnar við hvern sem er.

En… ég mæli a.m.k. með því við hvern sem er að kynna sér framboðið á Audible og nýta dauðan tíma í hlustun á góðum bókum.

Næst á dagskránni hjá mér er Ricky Gervais og síðan bíður bókin Life of Pi handan við hornið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s