Jólin og nýárið…

Eins og fastagestir síðunnar hafa tekið eftir eru færslur fáar og óreglulegar þessa dagana. Ekkert við því að gera… efnisinnsetning byggir alfarið á innblæstri og auðum tíma höfundar. Hvort tveggja hefur verið af skornum skammti síðustu vikur og mánuði.

Desember mánuður var annars fjölskyldunni frekar góður eins og hans er von og vísa. Við lögðum okkur fram um að forðast jólastressið í lengstu lög og það heppnaðist nokkuð vel.

Við gáfum einhverjar jólagjafir, bökuðum ljúffengar smákökur, reyndum enn eitt árið við piparkökuhús og sendum út fréttabréfið okkar. Í jólaundirbúningnum náðum við líka að afreka heilmargt. Við fórum meðal annars í virkilega skemmtilega bústaðarferð á Flúðir í kringum afmæli Rögga tengdapabba og höfðum það virkilega gott í einhverjum flottasta bústað sem ég hef heimsótt. Við sóttum líka hina og þessa menningarviðburði, m.a. sínfóníutónleika með stelpunum, jólaleikritið Láp og Skráp í Norræna húsinu og svo fórum við Tinna a.m.k. á eina góða tónleika í Garðabænum.

Jólin komu svo og fóru jafn snögglega. Það var eitthvað minna af jólaboðum þetta árið en hin fyrri ár, en okkur tókst samt að hitta hluta ættingja og vina, borða virkilega góðan mat, spila og hafa það gott. Eins og vera ber. Aðfangadagur var fór að vísu ekki eins og lagt hafði verið upp, enda veiktist Signý Hekla um það leiti sem jólasteikin var borin á borð og fékk 40°C hita í jólaboðinu í Álfaheiði. Fjölskyldan sneri því heim og átti notalega stund í Hvarfinu. Signý svaf eðlilega og Þórdís Katla naut sín til fullnustu í einkabarnsgírnum.

Nóg hefur svo verið um að vera á nýárinu. Um síðustu helgi var haldin ársátíð //Cyber klúbbsins með pompi og prakt. Í vikunni var svo haldið upp á 6 ára afmæli Þórdísar Kötlu og nú um helgina var varla dauð stund; tvö afmælisboð, íþróttaskóli hjá Signýju Heklu, sunnudagsskólaferð ofl.
Stelpurnar eru byrjaðar í sínum tómstundum. Signý Hekla mætti í fyrsta skipti í íþróttaskóla í Árbænum í gær og Þórdís Katla er tvisvar í viku í fimleikum, hefur vorönn píanónámsins á morgun og bætir líklega danstímum við fljótlega. Við Tinna drógum svo fram gamlar stuttbuxur, keyptum okkur kort í Nautilus líkamsræktinni og ætlum að reyna að hreyfa okkur eitthvað þar…

Það er nóg af myndum inná vélinni hjá okkur… sem líta dagsins ljós hér á síðunni von bráðar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s