Sumarfrí á enda

Sumarfríi fjölskyldunnar lauk strax eftir verslunarmannahelgi og síðan þá hefur allt kapp verið lagt á að aðlaga hersinguna að vetraráætluninni. Signý Hekla og Tinna hófu nám og starf á leikskólanum Ásum og Þórdís Katla hóf sitt nám í Barnaskóla Hjallastefnunnar. Fjölskyldan því öll komin í Hjallaumhverfið að pabbanum undanskildum, en hann er ennþá staðsettur í Þekkingu. Fyrstu vikurnar hafa gengið prýðilega og una stelpurnar sér vel á nýjum stöðum. Signý Hekla virtist ekki eiga í vandræðum með að aðlagast nýjum leikskóla fyrstu dagana, en í kjölfar veikinda hefur hún átt aðeins erfiðara uppdráttar. Hins vegar er hún öll að koma til og höfum við af henni litlar áhyggjur. Þórdís Katla er heldur betur að njóta sín og er í skýjunum með skólann. Í dag fékk hún í fyrsta skipti heimaverkefni í lestri og ljómaði öll, enda búin að bíða lengi eftir því að fá að læra 🙂 eins og krakkarnir gera í afa skóla. Við erum heldur betur ánægð með okkar fyrstu kynni af starfinu í Hjallastefnunni og kunnum vel að meta það mikla skipulag, góðu upplýsingagjöfina og hinn frábæran anda sem virðist ríkja í skólunum…

Með vetrinum fer tómstundastarfið á fullt og Þórdís Katla hefur þegar verið skráð í píanónám sem fram fer í frístundaskólanum eftir að formlegri skóladagskrá lýkur. Til viðbótar við það er líklegt að hún taki þátt í einhverjum fimleikum og jafnvel kíki á fótboltaæfingar. Signý Hekla fær svo líklega að sprikla í íþróttaskóla a.m.k. einu sinni í viku, enda ekki seinna vænna að koma dömunni í stand 🙂

Hér á eftir fylgja nokkrar af þeim myndum sem fóru inn á myndasíðu fjölskyldunnar nýlega. Við eyddum sumrinu í frábæra íslenska veðrinu þetta árið og vorum ekki svikin af því…

 

 

 

Golfáhuginn var svo mikill í sumar að mæðgurnar Tinna, Vaka og Kolla skelltu sér á fullt í sportið. Einn morguninn í Sælu drifu ábúendur sig út á náttfötunum til að hefja æfingar. Golfáhuginn var svo mikill í sumar að mæðgurnar Tinna, Vaka og Kolla skelltu sér á fullt í sportið. Einn morguninn í Sælu drifu ábúendur sig út á náttfötunum til að hefja æfingar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og alvöru Íslendingum sæmir kíktum við í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn einn daginn. Þar skemmtu stelpurnar sér vel og dýrin áttu fótum sínum fjör að launa undan Signýju Heklu.Eins og alvöru Íslendingum sæmir kíktum við í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn einn daginn. Þar skemmtu stelpurnar sér vel og dýrin áttu fótum sínum fjör að launa undan Signýju Heklu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var sama hvar við fórum í sumar... alltaf virtist sólin elta okkur. Einn daginn var legið í garðinum hjá ömmu og afa í Álfaheiði og m.a. sullað í pottunum (sandkassanum).Það var sama hvar við fórum í sumar… alltaf virtist sólin elta okkur. Einn daginn var legið í garðinum hjá ömmu og afa í Álfaheiði og m.a. sullað í pottunum (sandkassanum).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einn daginn var Reykjavík tekin með trompi og kíkt bæði í Nauthólsvík sem og Grasagarðinn í Laugardal, þar sem við hittum Guðrúnu, Daða og fjölskyldu. Sem fyrr var góða veðrið með í för.Einn daginn var Reykjavík tekin með trompi og kíkt bæði í Nauthólsvík sem og Grasagarðinn í Laugardal, þar sem við hittum Guðrúnu, Daða og fjölskyldu. Sem fyrr var góða veðrið með í för.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elín og Árni voru heimsótt norður á Akureyri í nokkra daga og þar voru okkar einu kynni af slæmu íslensku sumarveðri. Það skemmdi þó ekki fyrir, því við klæddum okkur bara betur og nutum þess sem norðurlandið hefur uppá að bjóða. Grímur var flottur á því og fór með stelpurnar í bíltúr.

Elín og Árni voru heimsótt norður á Akureyri í nokkra daga og þar voru okkar einu sólarlausu dagar í sumar. Það skemmdi þó ekki fyrir, því við klæddum okkur bara betur og nutum þess sem norðurlandið hefur uppá að bjóða. Grímur var flottur á því og fór með stelpurnar í bíltúr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við skelltum okkur á Hríseyjardaga fyrir norðan. Þrátt fyrir mikinn kulda var heljarinnar fjör, sérstaklega í ferjunni sem flutti hópinn á staðinn.Við skelltum okkur á Hríseyjardaga fyrir norðan. Þrátt fyrir mikinn kulda var heljarinnar fjör, sérstaklega í ferjunni sem flutti hópinn á staðinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir góða ferð norður yfir heiðar gáfumst við að lokum upp á sólarleysinu og brunuðum í bæinn. Í beinum akstri frá Árskógsströnd var haldið í Sælu og stelpurnar ljómuðu við komuna kl. 2 um nóttina - þrátt fyrir að vera bornar inn sofandi stundi sú litla

Eftir góða ferð norður yfir heiðar gáfumst við að lokum upp á sólarleysinu og brunuðum í bæinn. Í beinum akstri frá Árskógsströnd var haldið í Sælu og stelpurnar ljómuðu við komuna kl. 2 um nóttina – þrátt fyrir að vera bornar inn sofandi stundi sú litla „Sæællaaa“ þegar við héldum á henni inn um hurðina. Afi og amma í Álfaheiði heimsóttu okkur einn daginn ásamt Hrafnhildi og Þorsteini Frey. Og sólin skein.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fengum Karen Ardísi í heimsókn til okkar einn dag í sumar og frænkurnar fóru á kostum eins og þeirra er von og vísa. Á meðal þess sem frænkurnar brölluðu var uppsetning á skrúðgöngu þar sem dregnir voru fram fánar og andlitsmálning...Við fengum Karen Ardísi í heimsókn til okkar einn dag í sumar og frænkurnar fóru á kostum eins og þeirra er von og vísa. Á meðal þess sem frænkurnar brölluðu var uppsetning á skrúðgöngu þar sem dregnir voru fram fánar og andlitsmálning…

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Þórdís Katla fórum saman og fylgdumst með Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholti. Þórdís Katla kunni vel við sig á vellinum og átti ekki í vandræðum með að temja sér golfsiðina. Stöðvaði þegar við átti, hafði hljóð á meðan slegið var og klappaði svo kylfingum lof í lófa þegar högginn verðskulduðu það.Við Þórdís Katla fórum saman og fylgdumst með Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholti. Þórdís Katla kunni vel við sig á vellinum og átti ekki í vandræðum með að temja sér golfsiðina. Stöðvaði þegar við átti, hafði hljóð á meðan slegið var og klappaði svo kylfingum lof í lófa þegar högginn verðskulduðu það. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um verslunarmannahelgina var haldið í sumarbústað í Úthlíð. Þar var ýmislegt brallað, m.a. spilað mikið golf, haldnar bæði grill- og sushiveislur auk þess sem farið var í berjamó. Um verslunarmannahelgina var haldið í sumarbústað í Úthlíð. Þar var ýmislegt brallað, m.a. spilað mikið golf, haldnar bæði grill- og sushiveislur auk þess sem farið var í berjamó.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að fríinu loknu tók alvaran við og stelpurnar héldu sín í hvorn skólann. Signý Hekla hóf nám á Ásum og hafði sér til halds og trausts kanínuna sína og að sjálfsögðu snuðið fyrsta daginn.Að fríinu loknu tók alvaran við og stelpurnar héldu sín í hvorn skólann. Signý Hekla hóf nám á Ásum og hafði sér til halds og trausts kanínuna sína og að sjálfsögðu snuðið fyrsta daginn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri myndir er að finna á myndasíðu fjölskyldunnar

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s