Sumarsagan til þessa


Nú er sumarið gengið í garð og veðrið heldur betur farið að nálgast væntingar. Það er gjarnan þannig að á sumrin dregur umtalsvert úr skrifum á síðuna. Því er það svo að ég nenni varla að fara yfir það sem á hefur daga okkar hefur drifið síðustu vikurnar og ætla því að smella hérna inn myndabloggi sem tekur á því helsta.

Frænkurnar í Sælu

Í lok maí var farið í Sælu þar sem fylgst var með framkvæmdum á nýja salerninu sem myndu sóma sér vel sem umfjöllunarefni í Innlit/Útlit. Kolla og Röggi hafa tekið baðið allt í gegn og er það nú með allra glæsilegasta móti. Tinna fór í gæsun til Baddýjar á sunnudegi síðla kvölds, um það leyti sem hún kom aftur í bústaðinn, hélt ég til Reykjavíkur. Daginn eftir flaug ég síðan norður til að spila minn annan leik með Dalvík. Nú var leikið í bikar gegn KA en áður höfðu Völsungar verið lagðir í sömu keppni. Síðan þá hef ég spilað 2 leiki til viðbótar, tapleik í deild gegn Völsungi þar sem ég fékk sanngjarnt rautt spjald og svo sigurleik gegn Huginn frá Seyðisfirði nú um síðustu helgi. Eitthvað framhald verður á þessum norðanferðum þó svo dregið hafi talsvert úr vinsældum þeirra innan fjölskyldunnar…

 

 

  Í maímánuði hélt síðan fjölskyldan í sveitaferð með leikskóla Þórdísar Kötlu. Þar skemmtu allir sér vel í frábæru veðri í Hvalfirðinum.

Signý Hekla í sveitaferð Þórdís Katla í sveitaferð

Í lok maí var haldin útskriftarsýning hjá Fimleikadeild Stjörnunnar þar sem Þórdís Katla og Tinna hafa verið saman á æfingum í vetur. Tinna hefur þjálfað og Þórdís Katla spriklað. Sýningin var flott og bauð hópurinn upp á Línu-Langsokks dans.

Fimleikasýning

Í byrjun júnímánaðar komu Þrándur og Tessa til landsins til að fylgjast með landsleik Íslands og Hollands. Að sjálfsögðu var hitað upp í Heiðargerði og ríkti mikil stemning í skemmtilegri grillveislu. Landsleikurinn stóð þó ekki undir væntingum og gafst Þórdís Katla upp á okkar mönnum í hálfleik og hélt heim til ömmu sinnar og afa sem gættu Signýjar Heklu.

Upphitun fyrir Ísland - Holland  Þórdís Katla klár í slaginn

Við tókum að sjálfsögðu þátt í 17. júní hátíðahöldum og skemmtum okkur á Rútstúni í Kópavogi þetta árið. Stelpurnar fengu blöðrur og að sjálfsögðu heilan helling af þjóðhátíðarnammi.

17. júní

Helgina þar á eftir var heilmikið um að vera. Á föstudegi var farið var á sumarhátíð hjá leikskóla Þórdísar Kötlu þar sem Kasper, Jesper og Jónatan kíktu í heimsókn og ég grillaði pylsur fyrir 300 manns. Að lokinni hátíð var brunað í bústað í Minni-Borgum þar sem amma og afi héldu upp á útskrift afa úr MPA náminu. Þar var tekið þátt í golfmóti að Kiðjabergi á föstudagskvöldi, farið á ættarmót hjá Tinnu ætt á laugardegi og minni ætt á sunnudegi.

Við UrriðafossRæningjarnirÍ bústaðnum

Fleiri myndir að finna á myndasíðunni

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s