2009 tónlist

Til að hvíla netið á gömlum upptökum af Michael Jackson datt mér í hug að taka saman nokkur lög af þeim diskum sem ég hef mest hlustað það sem af er árinu. Fínn grunnur að tillögunni sem send verður á tónlistarstjóra Cyberg í lok ársins. Sakna þess annars að hans fyrsti tónlistarpistill hafi einnig orðið sá síðasti, a.m.k. í bili. Hér á eftir fylgir eitt lög af hverjum þeim diski sem mest hefur verið í spilaranum hjá mér. Nenni ekki að skrifa mikið um hvert og eitt en í flestum tilvikum er um að ræða heilt yfir mjög góða diska og þá fylgir oftast það lag náð hefur hæstu „playcount“ hjá mér. Eitthvað af þessu kom út á síðasta ári… en ég miða við mitt hlustunarár.

 


Bat For Lashes – Two Suns

 

Um er að ræða breska dömu af pakistönskum ættum sem heitir Natasha Khan. Held að þetta sé diskur nr. 2 hjá henni en ég þekki ekki til fyrri disksins. Er að fíla þennan disk almennt mjög vel og lagið Daniel er efst í playcountinu… finnst þetta kúl og þægileg tónlist.

Animal Collective – Merriweather Post Pavillon

Hef hlustað þó nokkuð á Animal Collective en einhvern veginn aldrei náð að tengja nógu vel við þá. Hress og skemmtileg tónlist sem hefur aldrei náð að festa sig í sessi í spilaranum hjá mér… fyrr en núna. Er búinn að hlusta mikið á þennan nýja disk og þá sérstaklega lagið Summertime Clothes sem er alveg jafn hresst og skemmtilegt og nafnið gæti gefið til kynna.

U2 – No Line On The Horizon

Hef ekki tengt við síðustu plötur hjá U2 en er að fíla þessa nokkuð vel. Sérstaklega finnst mér lagið White As Snow skemmtilegt en það er eitthvað svo fjarri því að vera dæmigert U2 lag… Las einhvers staðar að efnistökin í textanum væru síðustu andartök deyjandi hermanns í Afghanistan, en ég hef sjálfur ekki náð þeirri tengingu.

Fann ekki lagið á YouTube og er búinn að komast að því að U2 eru skrefi á undan öðrum í að fjarlægja lög af opnum netsíðum 🙂

Antony and the Johnsons – The Crying Light

Ég fíla Antony and the Johnsons alveg svakalega vel. Veit að röddin á honum fer svakalega í taugarnar á mörgum og einhvern veginn finnst mér eins og það sé fylgni á milli þeirra sem ekki þola sönginn hjá Jónsa í Sigurrós og Antony… en það er kannski bara vitleysa. Þessi diskur a.m.k. kominn í mikið uppáhald hjá mér og erfitt að velja eitt lag. Fann þó lagið Another World á Youtube og sett hér inn.

Bon Iver – Blood bank

Fjögurra laga diskur sem líklega kom út á síðasta ári en ég fann ekki fyrr en á þessu. Mun verða áskrifandi af efni Bon Iver enda fyrsti diskurinn hans – For Emma, Forever Ago – búinn að ofspilast í iPodinum hjá mér. Lagið Blood bank líka komið í uppáhald og því á þessum lista.

Leaves – We are Shadows

Er rétt byrjaður að hlusta á þennan, en sem aðdáanda númer eitt ber mér að gefa honum mikil tækifæri og vandaða hlustun. Hljómar annars mjög vel og mun klárlega vinna betur á við frekari hlustun eins og fyrri diskar. Nánast öruggt val á árslistanum…

Lögin ekki að finna á Youtube, en mæli með Aeronut og titillaginu.

Doves – Kingdom Of Rust

Frábær diskur frá bandi sem ég er farinn að hlusta meira og meira á eftir óstöðvandi „promotional effort“ frá Jóni Eggerti, sem verið hefur umboðsmaður Doves á Íslandi um árabil.

Yeah Yeah Yeahs

Skemmtileg hljómsveit. Skemmtilegur diskur… og skemmtilegt lag hérna að neðan…

 http://www.youtube.com/watch?v=bO4Qk_R1uos

 

Síðan eru nokkrir diskar sem hafa verið í mikilli hlustun á þessu ári en ég er einhvern veginn of viss um að þeir eru of gamlir til að komast á 2009 listann, þó þeir séu klárlega 2009 í mínum eyrum. Á meðal þess má nefna: Elbow (The Seldom Seen Kid), Coldplay (Prospekt’s March), Fleet Foxes (Sun Giant), Glasvegas (Glasvegas). Og að lokum vantar klárlega meira íslenskt efni í spilarann… fer að vinna betur í því á næstu vikum 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s