Innskráning á síðu

Hef verið einstaklega latur við skrif á síðuna og velt fyrir mér hvort ég eigi ekki að hætta þessum (ó)reglulegu skrifum um allt og ekkert. Þráast samt við, enda ágætis heilaleikfimi að skrifa hér við og við.

Þó hef ég ákveðið að gera þær breytingar núna að færslur sem snúa að fjölskyldunni og persónulegri málum verði hér eftir læstar. Fyrirkomulagið verður ekki flókið til að byrja með, heldur verður aðgangsskráning hérna til hliðar á síðunni og þar geta notendur skráð sig inn sjálfir. Tilgangurinn er einfaldlega sá að þeir sem ramba inn á síðuna þurfi að hafa aðeins meira fyrir en áður að skoða það sem þeim kemur ekki við 🙂

Mínar hugrenningar sem flestar virðast tengjast tónlist og fótbolta verða eftir sem áður fyrir opnum tjöldum. Sé í gegnum eftirlitstólið mitt að heimsóknir eru þó nokkrar á síðuna og vona að þetta verði ekki til þess að allir hætti að kíkja á hana. Skráningin er létt og einföld og öllum opin sem að minnsta kosti hafa sagt 5 sinnum hæ við mig um ævina 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s