Leiðinda veikindi

Þessi helgi hefur verið heldur betur róleg. Sjálfur hef ég setið inni nánast alla tímann og sinnt dömunum mínum, sem hafa glímt við veikindi – enn eina ferðina. Mér finnst eins og Signý Hekla sé búinn að vera veik nánast samfellt frá því hún byrjaði á leikskólanum í janúar. Veit þó sem er að það er ekki alveg svo, og einnig að þetta fylgir jú fyrstu skrefunum innan leikskólans.

Það verður þó ekki af þessum marsmánuði tekið að hann hefur verið sérlega erfiður, enda talsvert átak að komast yfir vinnu og dagleg verk með dömurnar veikar til skiptis. Nú vonum við að með hækkandi sól sjáum við lægri hitatölur hjá dömunum. Signý Hekla var að mestu heima í síðustu viku en er nú orðin hitalaus og nokkuð hress. Þórdís Katla hins vegar glímir enn við hita og verður því heima á morgun. Sem betur fer höfum við notið aðstoða Kollu tengdamömmu þessa mánuði, en hún hefur heldur betur hlaupið undir bagga og gert okkur kleift að sinna a.m.k. einhverri vinnu. Nú er reyndar svo komið að síðasti vírus Signýjar Heklu hefur lagt Heiðargerðið í heild sinni og lágu bæði Kolla og Röggi í dag…. Ljósið í því myrkri líklega það að þau geta hugsanlega sinnt annarri dömunni á morgun.

Í kvöld var boðið upp á sannkallaðan hátíðarmálsverð í Hvarfinu. Sá svínabóg á sérlega góðu verði í Bónus um daginn og gerði breytingu á matarskipulaginu til að koma honum að. Í kvöld fengum við svo Vöku og Tinnu Dögg í heimsókn og átum sem enginn væri morgundagurinn – að minnsta kosti ég. Svo er bara að vona að með „jólamatinn“ í farteskinu takist stelpunum að kveðja pestirnar sínar í eitt skipti fyrir öll. Að minnsta kosti í nokkrar vikur…

Páskafríið framundan. Það verður kærkomið. Fjölskyldan síðan í þeim hugleiðingum að kaupa sér þrif til að létta undir  með Robba. Hugsanlega bein afleiðing veikindaálagsins? Eða leti? Jú, líklega leti.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s