Sætur sigur

Það skal alveg viðurkennast hér að á tímabili í dag var ég alls ekki viss um sigur minna manna. Var kominn með allar afsakanirnar uppá borðið, enda vantaði nánast hálft byrjunarliðið hjá okkur.

Einhvern veginn fannst mér samt Ítalski guttinn alltaf líklegur til að gera eitthvað. Bjóst samt ekki við því að þetta eitthvað yrði sigurmark í uppbótartíma og það glæsilegt mark í þokkabót. Hef ekki séð þennan strák spila áður en las einmitt í vikunni á einhverju bloggi að hann hefði sett þrennu í varaliðsleik um daginn og liti vel út. Virkaði áræðinn og sterkur en líklega verður talsvert erfitt fyrir hann að toppa þessa frammistöðu í bráð. Eflaust líka sérstaklega þægilegt að þurfa að slá Rooney, Berbatov og Tevez við til að komast í liðið.

Bjössi Hreiðarss., sem er harður Liverpool maður, komst skemmtilega að orði eftir sigur sinna manna á okkur um daginn. Sagði að á meðan þeir fögnuðu stökum sigrum, fögnuðum við United menn titlum. Mikið til í þessu og vonandi að sú fullyrðing standi enn í maí…

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s