Bloggedí blogg

Þangað til ég kem mér upp smekklegum tenglalista tel ég nauðsynlegt að auglýsa nokkur góð vinablogg sem ég les reglulega. Flest eins og Heimanetið eingöngu ætluð vinum og kunningjum viðkomandi og því ættu lesendur þessarar síðu að kannast við einhverja af þeim sem halda úti neðangreindum síðum. Ef lesendur kannast hvorki við mig né þá sem taldir eru upp hér að neðan eru þeir á villigötum, komnir hættulega nærri enda Alnetsins og ættu að slökkva á tölvunni hið snarasta…

Langt í austri eru Hildur og Kiddi. Þau halda úti sérlega skemmtilegri Tumblr síðu og segja frá ferðalagi sínu um Asíu. Virkilega skemmtilegur lestur enda Kiddi með gott lag á lyklaborðinu og að mér sýnist Hildur líka.

Til Bretlands héldu um áramótin Jón Eggert og Ásta. Síðan þau kvöddu klakann hafa verið stofnuð hin ýmsu hagsmunasamtök, sem hvatt hafa til þess að Jón endurveki bloggskrif sín, en kallinn gerði garðinn og sjálfan sig frægan í bloggheimum hér á árum áður undir Bombunafninu. Nú geta Raddir fólksins þagnað í bili og skellt sér á Blogspot síðu parsins, því Jón hefur svarað kallinu og ætlar nú að taka bloggið með trompi á ný. Vænta má þess að þarna verði allt látið flakka og sagðar fjölbreyttar fréttir af fótbolta, fjármálum og fylleríum.

Í Bandaríkjunum heldur Rafn Árnason úti sérlega smekklegri síðu, sem vakið hefur athygli fyrir bæði örar og skemmtilegar uppfærslur sem og áhugaverðan og ofur-ósjálfvirkan RSS fídus. Síðan er víðlesin, enda hefur því verið haldið fram að sjaldan eða aldrei hafi verið beitt jafn beinskeyttri markaðsherferð eins og þeirri netpóstsherferð sem Rafn hélt gangandi á síðasta ári. Vakti það enda athygli þegar lestur Mac síðu piltsins fór fram úr vel þekktum síðum á borð við Mbl og Vísi. Rafn þarf þó heldur betur að fara að taka sig á í skrifunum, enda virðist hann þjást af alvarlegri ritstíflu þessa dagana, þúsundum lesenda sinna til mikillar mæðu.

Aðrir vinir hafa hægara um sig og líklega margir hverjir gefist upp á reglulegum bloggskrifum þó sumir hendi inn einni og einni færslu við og við. Þannig er ávallt gaman þegar það skila sér færslur inn á Blog Central síðu Sigurbjörns Hreiðarssonar (Sibba Hreiðars, gömlu kempunnar úr Val), en þar er á ferð virkilega áhugavert blogg frá miklum spekingi.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s