Sódóma

Ætlaði að vera búinn að rita hér pistil um tónleika sem ég sótti föstudaginn 20. mars sl. Ég hélt ásamt Stebba á uppgerðan Gaukinn, sem nú ber nafnið Sódóma, og er ætlað að vera fyrst og fremst tónleikastaður að mér skilst. Mér finnst þessi Sódómustaður gott framtak, enda er ég þeirrar skoðunar að það mætti vera miklu meira af tónleikum í bænum heldur en verið hefur. Eigendur Sódóma fá því prik í kladdann fyrir að ætla sér að halda uppi öflugu tónleikastarfi á næstu mánuðum og vonandi árum. Allt gott um það að segja.

Þó fannst mér að tímasetningin hefði mátt vera önnu á fyrrnefndum tónleikum. Dagskráin, sem samanstóð af hljómsveitunum Dikta, Jeff Who og Sing For Me Sandra, hófst ekki fyrr en á miðnætti þetta föstudagskvöld, sem að mínu mati er heldur seint. Líklega er góð ástæða fyrir því, þ.e. að skipuleggjendur telji sig fá fleiri gesti og betri bjórsölu á þessum tíma, en ég velti því fyrir mér hvort klukkutíminn fyrr hefði ekki komið út á sama stað. Nenni Nöldrari mættur. Mæting var vissulega góð og stemningin fín. En þegar síðasta hljómsveitin, og sú sem ég hafði helst mætt til að hlusta á, steig á svið var allur vindur úr bæði meðlimum sveitarinnar og umsjónarmönnum á staðnum. Mig grunar að hljómsveitarmeðlimir hafi annaðhvort verið komnir helst til langt í bjórdrykkju eða einfaldlega verið orðnir of þreyttir. Og hljóðmaðurinn var í svipuðum vanda, enda fóru lögin flest forgörðum í ýmist dapri spilamennsku eða einhverjum ýlfri í hljóðkerfinu. Líklega skipti það ekki sköpum fyrir meiri hluta tónleikagesta, en þar sem við Stefán erum báðir í svokölluðu Tvegga-bjóra-plani (TM) þá fór döpur frammistaða síðasta bandsins ekki fram hjá okkur.

Það þarf þó meira til að ég snúi bakinu við Dikta liðum, enda er ég sérlega hrifinn af þeirra lagasmíðum. Hvað hin böndin varðar þá voru Jeff Who með Valda á hljómborðinu bæði hressir og góðir og hitt bandið sem ég hafði ekki heyrt í áður hljómaði ágætlega. Held raunar að ef þeim lukkaðist að fá til sín betri söngvara gætu þeir orðnir mjög góðir.

Ekki er ólíklegt að næstu tónleikar sem undirritaður sækir verði með Leaves, en þeir ætla sér að mæta aftur til leiks nú á vordögum. Ný plata á leiðinni í maímánuði og tónleikar að ég held skipulagðir á Sódóma um miðjan apríl. Ég sótti þó nýtt lag með þeim af netinu nýlega og var ekki heillaður… Þeir eru þó í þeim uppáhaldsflokki hjá mér að þeir verða ekki afskrifaðir svo auðveldlega.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s