Fjölskyldufréttir

Fjölskyldan í Hvarfinu er öll að koma til eftir veikindin sem lögðust á okkur um mánaðamótin síðustu. Eftir mikla baráttu Signýjar Heklu við eyrnabólgu og vírusa, sem kallaði á fjölda læknaheimsókna, er nú lífið að komast aftur í fastar skorður og Signý Hekla farin að líkjast sjálfri sér aftur. Við hin fengum okkar skammt af hálsbólgu og hita en ekkert okkar komst í hálfkvisti við Hekluna, sem hreinlega var óvirk í heilar tvær vikur. En frá og með síðustu helgi hefur hún verið að hressast og mætti hin kátasta í leikskólann alla daga liðinnar viku.

Annars hefur heilmikið gengið á hjá fjölskyldunni síðustu daga. Þórdís Katla hefur haft mikið fyrir stafni og fór m.a. í gær á Sinfóníutónleika með ömmu sinni og afa og sér þess á milli ættingjum og vinum fyrir skemmtiefni með vangaveltum sínum, sem oftast eru hreint ótrúlega skemmtilegar. Hjá Tinnu er líka heldur betur búin að þéttast dagskráin eftir að vinnan hófst og nú hefur bæst við vikulegur fimleikatími hjá gömlum kempum í þeirri grein. Líklega nauðsynlegt að senda myndatökumann þangað eitthvað kvöldið. Við höfum ennfremur sinnt badmintoninu af miklum móð og teljum okkur sjá talsverðar framfarir hjá okkur. Ekki held ég að Stebbi og Jón neiti því, en þeir fengu að spila með fyrir rúmri viku. Held ég að þeim hafi þótt harla ólíklegt að Tinna gæti staðið í strákunum og urðu því nokkuð hissa þegar þeir biðu sannfærandi lægri hlut fyrir okkur Tinnu. Stebbi mætti svo aftur á föstudag og meiddist þá því miður, eftir að hafa sýnt talsverðar framfarir frá síðasta skipti. Leikur grunur á því að kappinn hafi farið í einkakennslu í vikunni, a.m.k. lesið sér til um uppgjafir.

Sjálfur skipti ég síðan yfir í knattspyrnulið Dalvíkur-Reynis í vikunni sem leið og spilaði með þeim minn fyrsta leik í dag. Ekki er frágengið að ég muni leika norðan heiða í sumar, en þetta er allt saman á teikniborðinu og þessi leikur hluti af reynslutímanum hjá Jóa þjálfara. Leikurinn var annars nokkuð skemmtilegur og mín frammistaða að mestu í takt við gæði leiksins að ég held – sem hins vegar eru kannski ekki mestu meðmælin fyrir mig. En það var virkilega gaman að komast í bolta…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s