Glöggt er gests augað

Var að ljúka við lestur á grein Michael Lewis í Vanity Fair um efnahagshrun okkar Íslendinga. Ekki eru skrif hans laus við ýkjur og alhæfingar, en engu að síður tekst honum á nokkuð raunsæan og um leið skoplegan hátt að draga saman síðustu ár hérna á fróni. Líklega er lesturinn okkur flestum eilítið sársaukafullur, enda getur aldrei verið auðvelt að átta sig á kjánalegri hegðun eftirá. Mikið hefur verið einblínt á bankaæfingarnar í öllum greiningum á hruninu og mér finnst allt of lítið rifjað upp af því hvernig „sérfræðingarnir“ töldu sig geta eignast, greint og breytt fyrirtækjum á hálftíma. Eitt af þeim fáu „told-you-so“tilvikum sem ég get vísað til… en mér tókst aldrei að skilja hvernig eigendum flugfélagsins sem ég vann hjá tókst að auka virði þess um marga milljarða með einfaldri nafnbreytingu. Aðrir voru líklega á svipuðum villigötum:

„For instance, an investment company called FL Group—a major shareholder in Glitnir bank—bought an 8.25 percent stake in American Airlines’ parent corporation. No one inside FL Group had ever actually run an airline; no one in FL Group even had meaningful work experience at an airline. That didn’t stop FL Group from telling American Airlines how to run an airline.“

En það er líka gott að vita að það eru ekki bara Íslendingar sem voru í ruglinu. Það er alltaf hughreystandi þegar maður kemst að því að maður er ekki einn um það að klúðra málum, eins merkilegt og það nú er. Þannig held ég að mörgum íslenskum viðskiptafræðingnum sem taldi sig vera búinn að leysa gátuna eitthvað síðastliðinna ára hljóti að líða vel við það eitt að horfa á þessar klippur hér.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s