Veikindi og aftur veikindi

Það er búið að vera mikið veikindavesen á fjölskyldunni síðustu vikur. Signý Hekla hefur heldur betur leitt hópinn, enda fylgifiskur þess að byrja á leikskóla að taka á móti hvers kyns pestum opnum örmum. Signý Hekla hafði einmitt nýlokið við einhvern leiðinda vírus þegar gubbupestin hóf innreið sína í Álfkonuhvarfið fyrir skemmstu. Var þar-síðasta vika tekin með trompi og hver fjölskyldumeðlimurinn á fætur öðrum glímdi við þessa leiðinda pest, sem virtist engan ætla að taka. Í kjölfarið leið ein ágæt vika áður en aftur var sótt að Signýju Heklu. Hún hefur nú greyið eytt meginþorra þessarar viku hér heima við, enda búinn að eiga við bæði kvef og hita. Í læknisheimsókn nú síðdegis kom síðan í ljós að henni hefur lukkast að ná sér í eyrnabólgu.

Á milli veikindanna hefur því litlu verið sinnt öðru en hefðbundnum heimilisstörfum. Sjálfur hef ég að vísu sinnt æfingum af miklum móð og mætt vikulega á knattspyrnuæfingar á gervigrasvelli Fram kl. 21:45 á fimmtudagskvöldum. Eru þar samankomnir leikmenn Hattar á Egilsstöðum sem búsettir eru í bænum og nokkrir gestir undir öruggri handleiðslu Njáls Eiðssonar. Hef ég haft virkilega gaman af þessu sprikli, þó svo ég hafi að vísu tekið mér frí í gærkvöldi þar sem ég nennti ekki í -7°C frosti að taka á mig tognun. Fyrir ca. 2 vikum spilaði ég æfingaleik með þessum hóp undir merkjum Hattar og hafði gaman af. Verður að segjast eins og er að hann er fljótur að gera við sig kláðinn í tánum þegar maður byrjar að sprikla svona reglulega. Af forminu fara minni sögur en þó finnst mér það furðu gott m.v. næstum 3 ára fjarveru frá boltanum.

Þórdís Katla hefur líka bætt við íþróttaflóruna hjá sér og fór í fyrsta skipti á skíði um síðustu helgi. Skyndiákvörðun var tekin á laugardegi af ömmu hennar og afa í Álfaheiði  að skella sér í Bláfjöll og drifu þau prinsessuna með sér. Vakti ferðin það mikla lukku hjá dömunni að síðan hefur verið lagt allt kapp á að útvega henni skíði og skó fyrir næstu ferð. Tókst Kollu ömmu hennar að lokum að ganga frá kaupum á forlátum 80 cm Carving skíðum, eftir æsilegt uppboð á Ebay. Er komu þeirra nú beðið í ofvæni. En líklegt verður að teljast að farið verði í fjallið fyrr og þá á lánsskíðum… hugsanlega á morgun ef veður leyfir. Sjálfur legg ég ekki, sökum hnjáeymsla, í skíðaiðkun og því fær Tinna heiðurinn af þessum krefjandi hluta uppeldisins. Þó herma afar og ömmur sem voru með henni í fjallinu um síðustu helgi að litlar áhyggjur þurfi að hafa af dömunni í fjallinu, því hún hafi skíðað eins og alvön sínar fyrstu ferðir.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s