Skaparinn og Mýrin

Hef á fyrstu mánuðum ársins lokið við nokkrar bækur og þar á meðal tvær íslenskar skáldsögur sem komu upp úr jólapökkunum. Annars vegar er það Skaparinn eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og hins vegar Myrká eftir Arnald Indriðason.

Skaparinn vakti hjá mér litla lukku. Var ágæt aflestrar og hélt manni forvitnum um endinn, en skildi lítið eftir sig og einhvern veginn lá mér á að komast frá henni. Þetta er fyrsta bókin sem ég les eftir Guðrúnu Evu, sem á margan hátt kemur skemmtilega frá sér texta. Þó þótti mér stundum keyra um kaf í of flóknum lýsingum á einföldum hlutum. Kann ekki að koma því fræðilegar frá mér, en stundum þótti mér textinn þvælast fyrir sögunni… eða eitthvað á þá leið. Sagan fjallar um kynlífsdúkkusmiðinn Svein sem flækist inn í vandamálaheim einstæðrar móður með tvær dætur, önnur þeirra talsvert veik. Sagan er sögð bæði út frá Sveini og konunni sem sýnir ólík sjónarhorn þeirra (og líklega þ.a.l. kynjanna almennt) á aðstæðurnar og er það nokkuð skemmtilegur vinkill. Var sem fyrr segir ekki yfir mig hrifinn en hef varið tímanum í margt verra en þennan lestur…

Myrká hins vegar fannst mér virkilega skemmtileg. Ég hef líklega farið óvenjulega leið inn í bækur Arnalds Indriðasonar, þar sem ég hafði enga af bókunum um Erlend lesið. Og nú þegar ég les fyrstu bókina af þeirri seríu er Erlendur víðsfjarri… Ég hafði áður lesið m.a. Konungsbók og Bettý og haft gaman af en einhvern veginn ekki dottið í hinar. Um Myrká er annars fátt að segja annað en að þetta er fyrsta flokks spennusaga. Bókin fjallar um samstarfskonu Erlends, Elínuborgu, og rannsókn hennar á sérstöku morði í Þingholtunum. Eins og með aðrar bækur sem ég hafði lesið eftir Arnald er hún sérstaklega vel skrifuð og hélt mér spenntum frá fyrstu blaðsíðu… mæli klárlega með lesningu þessarar bókar fyrir þá sem ekki hafa dregið hana úr hillunni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s