Morgunverður meistarans

Segja má að Stebbi og Gugga hafi um daginn rifjað upp fyrir mér hversu vel ég kann að meta góðan og mikinn morgunverð. Þau buðu okkur ásamt Ingó og Möggu í brunch um daginn og slógu þar reyndar eitthvað heimsmet í veitingum. Ég hef alltaf verið mikill morgunverðarmaður, en hafði einhvern veginn gleymt að sinna þessu hjá mér. Enda algerlega einn um að vilja þetta hér á heimilinu. Tinna hefur mjög einfaldar morgunverðarvenjur, sem byggjast að mestu í kringum amerískar afurðir á borð við Cheerios og CornFlakes. Þórdís Katla vill helst ekki borða fyrr en þó nokkru eftir að hún vaknar og þá helst jógúrt. Og Signý Hekla, hún borðar fátt. En, ég hef ekki látið það stoppa mig síðustu helgar og boðið upp á heljarinnar morgunverði við misjafnar móttökur…

Þannig beið stúlknanna þetta dýrindis hlaðborð hér að ofan á konudaginn; nýkreistur ávaxtasafi, boost, kaffi, egg, beikon, brauð osfrv. Fór það ekki betur en svo í hópinn að Tinna var mætt á salernið fimm mínútum eftir síðasta bita til að kasta þessu frá sér og Þórdís Katla bað um jógúrt. Vil ég kenna pestinni alfarið um þetta en hef að vísu engar óyggjandi sannanir mér til varnar. Um síðustu helgi var því kallað eftir liðsauka og buðum við fyrrum sambýlingum okkar frá Alabama, Ólafi og Ólafíu í síð-morgunverð. Hefur ekki farið neinum sögum af uppköstum í kjölfarið, kokkinum til mikils léttis. Er ég nú þegar farinn að undirbúa morgundaginn, enda ljóst að það tekur 1-2 ár af stífum æfingum ef við eigum að ná upp í helminginn af fyrrnefndri frammistöðu Sólvallargötuparsins 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s