Allt að gerast

Það er beinlínis allt að gerast þessa helgina. Hæst ber fæðing Rambós Reynis- og Hranhildarsonar sem kom í heiminn á fæðingardeild Landsspítalans aðfaranótt laugardagsins síðastliðins. Ég var að sjálfssögðu mættur galvaskur í Hreiðrið að kíkja á litla frænda um hádegisbil í gær og virtist hann þegar í stað taka mér fagnandi. Hrikalega mikið krútt og ennþá alveg gallalaus, enda ekki formlega búið að vígja hann í Arsenalklúbbinn hvað best ég veit…

Ekki ætla ég að líkja afsögn viðskiptaráðherra við fyrrnefnd tíðindi hvað gleði varðar en ég get ekki annað en líst ánægju minni með það að hann hafi tekið þessa ákvörðun. Óháð því hver dómur sögunnar verður um störf Björgvins G. sem viðskiptaráðherra þá held ég að nú sé það happ fyrir þjóðina að hann víki. Fróðlegt verður að fylgjast með því hverjir fylgja í kjölfarið en það hlýtur að teljast líklegt að skipt verði um fjármálaráðherra og seðlabankastjóra.

Annars hefur nóg gengið á hjá fjölskyldunni upp á síðkastið og skýrir það kannski öðru fremur hversu lítið hefur verið uppfært á þessari síðu. Von er á fjölda nýrra mynda hér inn fljótlega og held ég að sú uppfærsla nái allt til annars dags jóla. Tinna og Signý Hekla eru byrjaðar á Litlu-Ásum og kunna afar vel við sig þar. Fregnir þaðan herma reyndar að talsvert fari fyrir Signýju Heklu og getur undirritður ekki sagt að það komi sér á óvart. Litla daman er einstaklega ákveðin og lætur ekki bjóða sér hvað sem er, sérstaklega ekki þegar kemur að mat. Hún er þó orðin mikið duglegri að borða og sýnir einnig miklar framfarir í sínum svefnháttum. Hún sefur nú nánast allar nætur í einum dúr, foreldrum sínum til talsverðar gleði. Signý Hekla er farin að ganga um allt og eru þær aðferðir hennar sérlega krúttlegar. Hún hefur líka náð upp talsverðum orðaforða, þó svo framburður orðanna sé oft nokkuð skrautlegur. En á meðal þess sem hún kemur nú nokkuð skilmerkilega frá sér eru skipanir eins og „dekka“ (ég vil fá að drekka), „ódí“ (Þórdís), gagla“ (Katla), „goga“ (loka eða jafnvel opna hurð), „inna“ (Tinna), „didi“ (Siggi) og svo auðvitað mamma, pabbi, amma, afi osfrv.

Þórdís Katla unir sér vel á hinum endurnefnda leikskóla Sólhvörfum. Þar hefur starfið enda tekið talsvert jákvæðum breytinum og allt annað að skilja við hana á morgnana núna. Það er besti mælikvarðinn á það hversu vel tekst til í rekstri svona stofnunar þegar krakkarnir hlakka til að mæta og sakna skólans á frídögum. Við það hef ég nú orðið var í fyrsta skipti síðan hún hóf sína leikskóladvöl. Þórdís Katla er auðvitað hæstánægð með hinn merka áfanga að hafa lagt að baki fimm ár af ævi sinni þó hún sé sem fyrr ákveðin í því að fullorðnast aldrei. Enn sem komið er teljast þær fréttir til mikilla tíðinda hjá pabba hennar, enda kallar hún mig gjarnan „þórdísarsjúkann“ 🙂 Nú er mest kapp lagt á að losna við fyrstu barnatönnina enda eldri frænkur hennar farnar að týna barnatönnunum. Tilhlökkunin er raunar svo mikil hjá dömunni að við höfðum á tímabili af því stórar áhyggjur að hún myndi hreinlega losa fyrstu tönnina af sjálfsdáðum.

Annars hefur kannski ekki mikið gengið á hjá okkur og mest kapp verið lagt á að nýta lausar stundir á milli vinnu, kreppufrétta og skóla til hvíldar hér í Hvarfinu.

Nú er Tinna orðin svöng heyrist mér og þá er það að verða helgarhefð hér í Hvarfinu að húsbóndinn útbúi Omelettu á pönnunni góðu sem skilaði sér í jólapakkanum úr Álfaheiði. Ótrúlegt hvað góð áhöld skipta máli í eldamennskunni, pannan og laukskerinn sannan það eftirminnilega.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s