Lög ársins 2008

Ákvað að henda upp í snarheitum listanum mínum yfir lög ársins 2008 áður en ég sæi //Cyberg listann. Gleymdi mér svo heldur betur í iTunes og átti í miklum erfiðleikum með að velja þetta. Sem fyrr að miklu byggt á þeim diskum sem ég hef mest hlustað á og lögin því fulltrúar uppáhalds diskanna í flestum tilvikum. Svo koma einhver lög sem mér finnst einkennandi fyrir árið í iPodinum mínum og fengu mikla spilun. En virkilega erfitt að týna til 10 lög af löngum lista… þannig að þau enduðu í 13 🙂

Listinn (í engri sérstakri röð)

1 Hjaltalín – Þú komst við hjartað í mér
Fáránlega skemmtilegt lag þó iPodinn ráði ekki við að spila það meira í bili…

2 Coldplay – Viva la Vida
Tók smá tíma að venjast disknum en mér finnst Coldplay bara aldrei klikka. Veit samt ekki hvort diskurinn hefði fengið jafn mikla spilun ef þetta hefði ekki verið Coldplay…

3 Fleet Foxes – White Winter Hymnal
Klárlega uppáhalds diskurinn minn í ár, hefði getað valið flest lögin af honum… He Doesn’t Know Why í sérstöku næst-uppáhaldi

4 Bon Iver – Flume
Næst-uppáhalds diskurinn minn, sem hefði líka getað skilað fleiri lögum á listann. Ótrúlega þægileg og góð tónlist.

5 MGMT – Kids
Hefði líklega valið Time to Pretend en Þorsteinn Joð sá til þess með EM þættinum sínum í sumar að ég fékk ógeð 🙂

6 Vampire Weekend – M79
Gerði útaf við diskinn í hlustun í sumar og hefði getað valið 4-5 lög, t.d. Oxford Comma og Cape Cod Kwassa, Kwassa

7 Sigur Rós – Inní mér syngur vitleysingur
Ótrúlega góður diskur sem er líklega markaðsvænni en fyrri diskar, en ekki síðri fyrir því. Alls ekki.

8 Kings of Leon – Sex on Fire

9 Death Cab for Cutie – Grapevine Fires

10 The Dodos – Fools

11 Hot Chip – One Pure Thought

12 Islands – Creeper

13 Plants and Animals – Bye Bye Bye

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s