Við áramót

Jól og áramót að baki og heldur betur búið að belgja sig út af mat og drykk. Við höfðum heldur betur nóg fyrir stafni, allt frá skötuveislu á Hótel Sögu á Þorláksmessu til Gamlársdagsboðs í Álfaheiði í gærkvöldi. Ákváðum í fyrsta skipti að halda jólin heima fyrir og elduðum Hamborgarhrygg sem etinn var ásamt Kollu, Rögga og Vöku. Opnuðum heljarinnar pakkaflóð að kvöldi aðfangadags og var svo mikið um pakka að við urðum að ljúka verkinu að morgni jóladags með stelpunum. Venju samkvæmt voru jólaboð næstu daga eftir aðfangadag og áttum við þar góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar. Jólaspilið þetta árið verður líklegast að teljast Party & Co Extreme sem spilað var í flestum boðum þetta árið. Skemmtilegt spil sem m.a. krafðist þess að ég túlkaði „smokk“ með pípuhreinsara fyrir móður mína og ömmu og þess að systir mín uppljóstraði fyrir stórfjölskyldunni högun ljósa í svefnherberginu hjá þeim Reyni  🙂 Fórum síðan í árlegt pakkaboð með BEST hópnum sl. sunnudag og venju samkvæmt fór ég tómhentur heim. Get ekki annað en talið það staðfest hversu heppinn ég er í ástum.

Í gær var svo gamlárskvöld sem verður sífellt rólegra hjá manni. Áttum mjög gott kvöld í Álfaheiði og fórum líklega tiltölulega snemma í rúmið á mælikvarða þessa kvölds. Ákváðum til að létta stelpunum og okkur sjálfum lífið að gista og var það hin besta ákvörðun enda dekrað við okkur í morgun þegar fjölskyldan fór á fætur.

Annars ekki frá mörgu að segja svosem. Skilaði 10 KM í Gamlárshlaupi ÍR í gær sem var virkilega hressandi. Náði ágætum tíma, 44:40 sem er nokkuð gott m.v. það hversu erfitt var að komast af stað í mikilli mannþröng. Nú er eðli málsins samkvæmt verið að velja hitt og þetta ársins 2008. Býst við að Óli Stef fái titilinn Íþróttamaður Ársins staðfestan á morgun, annað væri fáránlegt.

Var hrikalega ósáttur við mótmælendurna í gær. Hefði viljað sjá harkalega tekið á þessu liði og þyngstu mögulega dóma á sem flesta. Er á því að fólk eigi á þessum tímum að nýta rétt sinn til að mótmæla ástandinu en þegar það er farið að brjóta ítrekað lög þá verður að taka á málunum. Held að flestir átti sig á því að þessi vitleysisgangur endurspeglar á engan hátt vilja meirihluta þjóðarinnar og þykir sárt að sjá stjórnmála- og fjölmiðlamenn sem maður hefur til þessa tekið alvarlega reyna að réttlæta svona rugl.

Skaupið í gær fannst mér mjög gott. Páls Óskars brandarinn var góður en helst til ofnotaður. Borgarstjórnarfarsinn var líka fyndinn þó maður geti vart ímyndað sér hversu óþægilegt það hlýtur að vera fyrir Ólaf F. og þá sem honum tengjast að horfa á hans persónugerð í þættinum. Ilmur fannst mér líka mjög góð og Facebook brandarinn hitti í vel í mark. Síðan fannst mér merkilegt hversu vel sá sem lék Geir Haarde náði kallinum.

Og talandi um Geir… og forsetann líka þá var ég ósáttur við framlag þeirra félaga í þeirra árlegu ræðum. Óttalega hlutlaust og „hvítþvottarlegt“ raus. Ef ætlunin var að berja bjartsýni og eldmóð í landsmenn þá hefðu þeir betur fengið aðstandendur handboltalandsliðsins til að setja saman eitt stk. myndband fyrir sig. Einhvern veginn hreyfði þeirra spjall lítið við mér og jók á svartsýni fyrir komandi ári frekar en hitt. Óánægja mín með Ólaf Ragnar hefur farið stigvaxandi upp á síðkastið. Fannst hann setja forsetaembættið niður í enn eitt skiptið þegar hann sætti sig við að tala við grímuklædda mótmælendur um daginn. Fannst það í raun fáránlegra heldur en sú tilraun að bjóða þeim inn í kaffi. Breyting á ævisögu og heimasíðu hans hefur síðan verið til þess eins fallinn að gera mig pirraðri á honum og embættinu en áður.

Árshátíð //Cyberg í á morgun. Það verður líklegast stórbrotið, venju samkvæmt.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s