Tónlistin

Í //Cyberg hittingi hjá Ingólfi og Möggu fyrr í kvöld, þar sem við færðum nýfæddum Hauki Inga forlátan //Cyberg galla, bar tónlista ársins á góma. Tónlistarstjóri klúbbsins, Jón Eggert Hallsson, hefur haft það hlutverk að velja lög ársins síðastliðin ár í tengslum við árshátíð klúbbsins.

Í fyrra fékk tónlistarstjórinn óvænt á sig mikla gagnrýni fyrir valið og hefur líkum verið að því leitt að listi ársins muni því einkennast af miklum metnaði. Tekin verði af öll tvímæli um hæfileika Jóns til að endurspegla tónlistarárið sem leið. Heyrst hefur að iPod Bombunnar hafi brætt úr sér um daginn og því til viðbótar hafa klúbbmeðlimir víst verið duglegir að koma sínum skoðunum og komandi lagavali á framfæri. Við sjáum hvað setur.

Sjálfur hef ég gert mitt til að sú tónlist sem verið hefur mest áberandi í spilaranum hjá mér skili sér í eyru Jóns. Þar á meðal er hljómsveitin Islands sem spilaði hér á Airwaves fyrir nokkrum árum. Ég hreifst af tónleikunum, í kjölfarið af disknum þeirra og tók þá endanlega í uppáhaldshópinn þegar diskurinn Arm’s Way kom út í vor. Þeir hljóta að eiga eitt lag á listanum…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s