Afmælisstelpa

Dagurinn á enda runninn en enn tími til að koma afmælisbarninu að. Ár er nefnilega liðið frá því Signý Hekla, yfirkrútt, kom í heiminn. Ég er búinn að vera að furða mig á því í allan dag hversu hratt tíminn líður. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar ég fór og sótti þær mæðgur á fæðingardeildina og fæst ekki til að trúa því að nú sé næstum því eitt ár liðið. En dagatalið lýgur líklega ekki. Enda vísu höfum við gert fjölmargt á þessum tíma og Signý Hekla eðliega tekið stórstígum framförum í færni og þroska. En finnst þetta samt líða helst til hratt

Afmæli skvísunnar var haldið með pompi og prakt sl. laugardag og rigndi yfir hana gjöfum eins og oft vill verða í þessum veislum. Hún stóð sig líka eins og hetja þó svo fjörið í veislunni hafi verið of mikið til að hún gæti tekið sinn venjulega síðdegislúr. Var hún því eins og eldri systir sín aðframkomin af þreytu þegar síðustu gestir yfirgáfu Hvarfið. Sjálfur tók ég allan sunnudaginn í að jafna mig, enda heljarinnar átak að koma húsi og ísskáp í stand fyrir stóra veislu. Raunar tvær veislur þar sem mætingu var skipt niður í tvö holl. Ætla þó alls ekki að eigna mér heiður af þessu afreki því Tinna má eiga það að hún píndi Kitchen Aid vélina sem aldrei fyrr og á allan heiður af bakstrinum. Fékk að vísu smá hjálp úr Álfaheiði og Heiðargerði en bakaði ein síns liðs fjall af kökum og brauðum sem Jói Fel væri stoltur af.

Maður kann varla við í kreppunni að telja upp gjafir dömunnar en fyrir utan fjöldan allan af flottum fötum fékk hún 2 kerrur, dúkkur, TripTrap stól, bækur, ofl. Sumt er hún farin að uppgvötva sjálf og er sérstaklega gaman að sjá hana staulast aftan á annarri kerrunni sem er líka göngugrind. Eins ólíkleg og hún er til að fara að ganga þá er bráðfyndið að fylgjast með því hversu ánægð hún er þegar hún skeiðar um stofuna aftan á gripum… Jæja, best að koma sér í svefninn. Eins árs skoðunin hjá dömunni á morgun og foreldrarnir þó nokkuð hræddir um að hún fái athugasemdir vegna lélegrar frammistöðu í eldhúsinu. Það er nefnilega álíka auðvelt þessa dagana að fá Signýju Heklu til að borða eins og fyrir íslenska ríkið að fá lán.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s