Tíminn líður hratt

Við sitjum hér hjónakornin og skipuleggjum 1 árs afmæli Signýjar Heklu sem haldið verður með prumpi og prakt næstkomandi laugardag. Gestalistinn langur og dagurinn verður því líklegast nokkuð strangur 🙂

Hreint ótrúlegt að hugsa til þess að litla krílið, sem ég er handviss um að hafi fæðst nokkurn veginn í gær eða fyrradag, sé að verða eins árs gömul. Reyndar liggur fjöldi vísbendinga fyrir framan mig sem hefði átt að búa mig undir þetta. Daman er t.a.m. farin að babla eins og enginn sé morgundagurinn og skilur orðið meira heldur en maður áttar sig á. Tinnu taldist til í dag að orðin væru 11 sem hún hefur náð tökum á en einhverjar efasemdir gerði ég við þá talningu, sérstaklega þegar ég heyrði að „jæja“ bablið hennar ætti að teljast sem orð. En víst er að daman vex og dafnar.

Hún er þó langt í frá jafn fljót til gangs og systir hennar. Á þessum tíma var Þórdís Katla búin að sleppa sér og farin að ganga óstudd á meðan Signý Hekla er langt frá því að vera líkleg til svipaðra afreka. Reyndar teljum við það kraftaverki næst ef hún verður farin að skakklappast fyrir jól.

Látum þetta gott heita af afrekaskráningu í bili. Best að koma sér í háttinn fljótlega… á pick-up bókað á Keflavíkurflugvelli eldsnemma í fyrramálið. Taldi það hreinlega ekki rétt að senda litlu systur uppbarnaða (e. knocked-up) straujandi Reykjanesbrautina í gegnum snjóskafla um miðja nótt. Veitir líka ekkert af því að vakna snemma og reyna að koma mér í A-manns fíling. Er allt of mikill B-maður þessa dagana.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s