Champ League

Held ég sé á blogg-runni þessa dagana. Vildi endilega minna sjálfan mig á hversu vel ég skemmti mér yfir meistaradeildinni í gær og í kvöld. Í ljósi kreppunnar var gripið til sparnaðaraðgerða í Hvarfinu og allri áskrift af 365-stöðvum sagt upp. Hef því látið mér nægja að horfa á enska og meistaradeildina í gegnum netið á heimasíðunni myp2p.eu. Gæðin kannski ekki alltaf upp á það besta en kostirnir liggja hins vegar klárlega í ensku þáttagerðinni. Og auðvitað sparnaðinum.

Ég hef verið að horfa á leikina á ESPN og að loknum meistaradeildarumferðum er ávallt farið yfir alla leiki með „sérfræðingum“ stöðvarinnar, en í kvöld voru það Jamie Redknapp, Ruud Gullit og Glen Hoddle. Það er talsvert fróðlegra að hlusta á þá ræða málin heldur en Tómas Inga, Heimi Guðjóns og Loga Ólafs með fullri virðingu fyrir íslensku gestunum. Veit reyndar ekkert hverjir eru að mæta í settið á Stöð 2 Sport þessa dagana en þessir hafa verið tíðir gestir síðustu ár. Nálægðin við leikmennina og liðin er eðlilega talsvert meiri hjá Ruud, Jamie og Glen og reynslan auðvitað meiri. Þannig finnst mér meiri áhersla á greiningu á leikjunum sjálfum og því sem þeim viðkemur en kannski minna af glensi og fíflaskap sem mér finnst oft einkenna íslensku þættina.

Það var margt áhugavert sem þeir félagar ræddu í kvöld og þótti mér sérstaklega áhugavert að heyra Gullit (fyrrv. þjálfara LA Galaxy) ræða um félagaskipti David Beckham til Milan. Hann skaut léttum skotum að MLS deildinni og Kananum almennt og taldi fólk ekki alveg skilja hvernig leikmaður Beckham væri. Það sæi bara ofurstjörnu á háum launum og byggist við því að kallinn tæki boltann 10 sinnum í hverjum leik fram hjá öllu liði mótherjans og skoraði, svona a’la Michael Jordan. Ekki alveg líkingin hans en því sem næst. Gullit sagði réttilega að Beckham væri ekki og hefði aldrei verið þannig leikmaður heldur þvert á móti góður leikmaður sem blómstraði með jafn góða leikmenn sér við hlið. Á því og einnig þeirri staðreynd að ítalski boltinn væri hægari en sá enski byggði hann þá skoðun sína að Beckham muni blómstra á Ítalíu. Sjálfur hef ég einnig fulla trú á því.

Það var líka gaman að heyra skoðanaskipti milli Redknapp og Gullit þegar þeir félagar ræddu Barcelona leikinn en þar kom Eiður Smári við sögu. Barca spilaði frábærlega í kvöld og Redknapp vildi koma því á framfæri að hann hefði spjallað við Eið Smára nýlega. Eiður hefði tala um að með komu Guardiola væri komið allt annað andrúmsloft í Barca og meiri agi heldur en hefði tíðkast þegar Frank Rijkaard var við stjórvölinn. Nú vissu allir sitt hlutverk og enginn kæmist upp með neitt hálfkák. Hollendingurinn Gullit var ekki sáttur við kommentið og tók strax upp hanskann fyrir félaga sinn með því að segja glottandi að enginn hefði kvartað þegar Barca vann Champions League um árið. Redknapp dró í land og varð hálf kjánalegur og þótti mér talsvert fyndið að sjá Gullit sýna svona „who’s the boss“ enda líklega afrekað talsvert meira en Jamie kallinn um ævina…

Þátturinn allavega góður og ég bíð spenntur eftir næstu umferð. Er líka talsvert sáttur við mína menn þessa dagana. Berbatov lítur gríðarlega vel út og í raun allt liðið. Hef mestar áhyggjur af Ronaldo og Tevez þessa dagana en nenni ekki að fara út í það núna.

Síðan þyrfti maður auðitað að taka umræðuna um misjöfn laun ríkisstarfsmanna. Það eitt er víst að það verður síður en svo létt mál fyrir bankaráðendur (Skilanefndir eða hverjir það eru sem ráða þessu) að landa þessu máli held ég. Líklega er himin og haf á milli þeirra launa sem almennt gerast innan ríkisfyrirtækja og stofnana og svo þess sem þekkist í fjármálageiranum. Læt þessar pælingar þó bíða í bili. Svefninn kallar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s