Dmitry bloggar

Næstum-því-Íslandsvinurinn Dmitry Medvedev heldur úti geysiöflugri heimasíðu. Get ekki sagt að ég sé daglegur gestur hjá kallinum en þó vita lesendur Heimanets að undirritaður hefur átt í góðum viðskiptum við Rússa um nokkurt skeið í gegnum síðuna gomusic.ru. Ég hef því ekkert séð því til fyrirstöðu að við leitum hófanna hjá vinum okkar Rússum varðandi lán.

En að Dmitry aftur. Ekki nóg með að kallinn sé með þessa líka fínu síðu heldur er hann farinn að video-blogga eins og vindurinn. Hvet ég þá sem halda það út til þess að fylgjast með kallinum, en hann virkar með eindæmum hress. Vek síðan sérstaka athygli á því hversu góðan gaum hann gefur þeim atriðum sem skipta máli í sinni fyrstu videofærslu.

Það eru litlu atriðin, sem hann veit að enginn ætti að taka eftir en allir horfa á. Hvað á ég við? Jú, þegar viðtalið hefst er kallinn niðursokkinn í tölvuna og snýr sér „tilviljanakennt“ að myndavélinni. Þegar rýnt er í skjáinn á bak við hann sést svo hvað kallinn var að skoða svona áhugasamur. Auðvitað http://www.kremlin.ru. En ekki hvað?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s