Íslenskur sigur

Fór á landsleikinn við Makedóníu áðan ásamt Ólafi Brynjólfss. og var sáttur með sigurinn. En ekki hvað? Spilamennskan hefði þó mátt vera betri, en það skiptir bara svo litlu máli með þrjú stig í húsi. Með löngum (virkilega löngum) hléum sáust að vísu ágætis spilkaflar og sem fyrr furðaði maður sig á því hversu vel liðið getur í raun spilað þessa dagana. Mikið af spennandi leikmönnum að koma upp sem sýna takta sem maður sér ekki á hverjum degi hjá íslenskum leikmönnum. Gulli var traustur í markinu og maður klórar sér í hausnum yfir því að hann hafi ekki verið kominn í liðið fyrr. Held raunar að ég sé búinn að kalla á þetta síðan ég fékk tækifæri til að spila með honum sumarið 2006. Að mínu mati okkar lang besti markmaður og sá eini sem getur gert það sem Ísland þarf á að halda, þ.e. lokað rammanum með „ótrúlegum“ vörslum úr dauðafærum og unnið leiki. Hann á eftir að halda okkur á floti í einhverjum leiknum ef hann fær að halda treyjunni. Sé enn fyrir mér 1-0 sigur á Hollandi, sem kemur þá á næsta ári. Kristján Örn og Hemmi vörðust annars vel, en voru að mínu mati helst til viljugir að tapa boltanum á hættulegum stöðum og sköpuðu með því oft mikil tækifæri fyrir Makedónana. Stebbi Gísla og Grétar fannst mér mjög góðir og aðrir voru bærilegir, á pari. Var ekki sáttur við Birki vin minn frekar en í Hollandsleiknum en veit að varnarhlutverkið hjá honum er oft vanmetið þegar hann er að spila á kantinum. Hann fór samt of oft illa með fínar stöður. En Birkir kemur upp í seinni umferðinni um leið og Eiður, sem mér finnst líka eiga meira inni. Við hljótum með frammistöðu liðsins upp á síðkastið að hífa okkur upp á FIFA listanum við næstu birtingu, trúi ekki öðru. Lágmarks krafa að þeir hleypi okkur núna yfir þjóðir sem ekki stunda knattspyrnu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s