Hagfræði 4 ára stúlku

Ætlum alltaf að reyna að vera dugleg að skrifa inn á síður eða í bækur þau gullkorn eða eftirminnilegu atvik sem stelpunum tengjast. Einhvern veginn vill þetta samt alltaf gleymast og það er hið versta mál. Ég ætla þó að hripa niður hagfræðiskýringar þær sem hafa komið frá Þórdísi Kötlu síðustu daga, en hún er eins og aðrir mötuð af viðskiptafréttunum sem hafa eignað sér fréttatímana frá a-ö þessa dagana.

Um daginn var rætt um banka í fréttunum sem væri við það að fara á hausinn. Heyrðist þá frá Þórdísi Kötlu hátt og snjallt og mátti greina talsverðar áhyggjur í röddinni: „Ha! Er Glitnir að fara á hausinn“. Vakti þetta eðilega nokkra athygli hjá nærstöddum, bæði vegna þess hversu vel hún virtist skilja ástandið og eins hversu sjálfsagt það var í hennar huga að þekkja Glitni. Held að ljóst sé að Glitnir sé eini bankinn sem ÞK þekkir þó daman sé í viðskiptum við hinn ríkisbankann. Samtalið sem fylgdi á eftir var eitthvað á þessa leið:

TMR (Tinna): „Veist þú hvað það er að fara á hausinn?“
ÞK: „Já, það er svona þegar búið er að loka búðinni og setja skilti í gluggann um að ekki sé hægt að kaupa í henni. Svona eins og með leikfangabúðina í Smáralind“.

Við munum ekkert eftir að hafa farið yfir með henni höfuðhögg leikfangabúðar í Smáralind en þetta sýnir hversu vel augu og eyru dömunnar taka eftir öllu þessa dagana.

Um helgina var síðan rætt í fréttum um veikingu krónunnar og hafði ÞK af því talsverðar áhyggjur. Spurði í kjölfarið mömmu sína hvort þessi veiking krónunnar þýddi þá að búðin (Krónan) yrði ekki opin fyrir viðskiptavini um helgina 🙂 Það var hlegið dátt að þessu.

Man síðan ekki hvort sagan af Hómer Simpson var búin að birtast hér á síðunni en læt hana fylgja með. Um daginn var Vaka í heimsókn í Hvarfinu og á spjalli við frænku sína. ÞK var að horfa á Simpson, sem eru af einhverjum furðulegum ástæðum í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún skilur ekki ensku og les varla textann ennþá. Vaka spurði hvort hún vissi hvað kallinn héti og ÞK neitaði því. Vaka sagði þá að hann héti Hómer á þeim ógnarhraða sem systurnar úr Heiðargerði geta talað. „Með F eða T?“ spurði Þórdís Katla. Vöku fannst þetta ekkert sérstakt og sagði þá „Með H“. Þórdís Katla svaraði þá hátt og snjallt „Jáá.. Hómer“. Í kjölfarið hvíslaði Vaka að foreldrunum að það yrði að viðurkennast að daman væri talsvert nörd 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s