Sunnudagaskólinn

Þórdís Katla fór í sunnudagaskóla í fyrsta skipti í dag. Daman mætti galvösk klukkan 11 ásamt móður sinni í samkomusalinn í Salaskóla og hitti þar fyrir Sr. Gumma Kalla sem starfaði með undirrituðum í Sumarbúðum í Borg fyrir ca. 13 árum síðan. Ég kunni vel við Gumma Kalla og var því nokkuð sáttur að senda þær mæðgur af stað í kristnifræðikennslu til hans. Það sem eftir hefur lifað þessa dags hefur mér hins vegar liðið eins og Simpson fígúrunni Ned Flanders, með þær Tinnu og Þórdísi Kötlu mér við hlið, kyrjandi kirkjusöngva eins og enginn sé morgundagurinn. Mig langar hreint ekki að líkjast þeim Daníel og Rut, sér í lagi ekki ef það kallar á þessi lög daginn út og inn… Án alls spaugs er ég þó himinlifandi með þessa framtakssemi Tinnu því mér finnst gott að stelpurnar fái að kynnast biblíuboðskapnum og tel að það sé gott fyrir börnin eins og aðra að geta gripið í Guð þegar eitthvað bjátar á. Svo fengu þær kex og djús að messu lokinni og það er heljar búbót í kreppunni.

Annars er það nokkuð sérstakt að vera að velta þessu fyrir sér á sama tíma og ég er með bókina „God is not great – How religion poisons everything“ á náttborðinu. Það er merkilega skörp bók sem ég geri án efa betri skil hér á síðunni seinna meir. Maður er jú alltaf að velta trúnni fyrir sér og þessi höfundur varpar áhugaverðri sýn á þau mál.

Og talandi um trúmálin þá rak ég mig á að minn gamli skólabróðir Gummi Jóh var að furða sig á ummælum Guðlaugs Þórs heilbrigðisráðherra á Alþingi tengdum umræðu um staðgöngumæður. Sjálfur heyrði ég hann tala um þetta í síðdegisþætti Bylgjunnar á föstudaginn og ég þurfti að hækka í útvarpinu til að vera viss um að mér hefði ekki misheyrst. Hugsanlega er ég sérstaklega illa fyrir kallaður hvað varðar inngrip kirkjunnar þar sem ég er með fyrrnefnda bók í lestri, en ég næ ekki frekar en Guðmundur hvers vegna kirkjan eigi að hafa nokkra aðkomu að svona máli. Og ef einhver varpar fram 90ogeitthvaðprósent þjóðarinnar pælingunni þá fullyrði ég að ca. helmingur af þessum 90% hafi ekki hugmynd um að hægt sé að skrá sig úr kirkjunni… eða nenni að hafa fyrir því. Það er a.m.k. klárlega ekki 90% af þjóðinni sem samsamar sig algerlega með kirkjunnar mönnum og þeim skoðunum sem kirkjusamfélagið hefur á hinum ýmsu málefnum.

Jæja, ætla að fara að koma mér í svefninn. Var rétt í þann mund að fá þær ánægjulegu fréttir að við feðgarnir eigum nú bókaða gistingu á Worsley Hotel í Manchester 26. september nk.. Móðir mín færði pabba þá frábæru silfurbrúðkaupsgjöf að hafa undirritaðan með sér á leik Man Utd. og Bolton e. 2 vikur og held ég að ég nái seint að þakka henni fyrir þessa frábæru hugmynd. Við feðgarnir ætlum að slá slatta af flugum í þessu eina höggi og sýnist mér að í ljósi vals á hóteli verði flestar flugurnar í formi golfbolta. Ekki leiðinlegt það. Eflaust verður svo eitthvað kíkt í búðir þó svo styrkur krónunnar á alþjóðavettvangi sé þeim áætlunum hreint ekki í hag.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s