Silfurbrúðkaup

Gamla settið hefur boðað til veislu sem hefjast á innan fárra mínútna. Ætti því að fara að koma mér út þ.a. ég nái hugsanlega að mæta á réttum tíma til þeirra í eitt skipti á þessu ári. Tilefni matarboðsins er það að í dag fagna þau 25 ára brúðkaupsafmæli, sem mér skilst að kallist silfurbrúðkaup. Mikill áfangi á þessum síðustu og verstu tímum að ná að hanga saman í allan þennan tíma, hafandi þurft að þola mig megnið af honum. Magnað alveg hreint. Það vona ég að við Tinna verðum jafn kát og hress og þau eftir 24 ár, berjandi golfkúlur daginn út og inn, sinnandi þess á milli ferðalögum um víða veröld og barnabarnapössun. Hef enga trú á öðru.

Ekki réðst ég í mikil gjafakaup af þessu tilefni en lagði það þó á mig að útbúa eitt stykki dagatal þar sem afrakstur þessa hjónabands er í aðalhlutverki. Það eru jú börnin, ég og Hrafnhildur (sem erum hvort öðru ágætara), makarnir okkar Reynir og Tinna og svo auðvitað krílin Þórdís Katla og Signý Hekla auk þessa sem er á leiðinni, en sést ekki svo glöggt á myndunum.

Já og nei… það er óþarfi að hringja í Tinnu vegna leynigestsins… Við eigum fullt í fangi með okkar tvær dömur

Dagatalsgjöfin

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s