Utandeildarlok

Undirritaður hefur verið að sprikla með liði TLC í utandeildinni sl. tvö sumur og haft gaman af. Á sunnudaginn síðasta lauk þó utandeildartímabilinu þetta árið með 2-1 tapi, þar sem mér tókst að láta vítaspyrnu fara forgörðum. Það verður að viðurkennast að þrátt fyrir að maður sæki auðvitað helst í þetta til að fá hreyfingu og einhvern smá fótbolta þá var afskaplega svekkjandi að tapa svona. Það er alltaf sárt að tapa og sérstaklega sárt þegar mótherjarnir hafa kannski ekki mikinn bakgrunn á sviði knattspyrnunnar og minna meira á liðið sem maður sér garga á skjáinn þegar maður horfir á leiki á Players. Nokkrar hressar týpur sem varla gætu hlaupið völlin á enda með boltann án þess að missa hann í innkast en eru með kjaftinn vel fyrir neðan nefið. Svakalega svekkjandi að tapa svoleiðis leikjum fyrir einhvern sem ekki fyrir svo löngu tók sig alvarlega sem fótboltamann….

En nú er það bara vetrardagskráin í trimminu, badminton, innanhússbolti og eittvað fleira á döfinni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s