Flottur leikur

Ég fór ásamt Ólafi Brynjólfss. á Players í gærkvöld til að horfa á Íslendinga og Norðmenn kljást á knattspyrnuvellinum. Var frekar sáttur við framlag landsliðsins í þetta skipti og vona að þetta gefi góð fyrirheit um áframhaldið. Sjálfur var ég ekkert sérstaklega spenntur fyrir Skotaleiknum á miðvikudag en leikurinn í gær kveikti í mér og ég verð mættur í stúkuna í næsta leik.

Gaman að sjá að nú virtust menn vera að berjast saman og stemningin virkaði mun meiri heldur en oft áður. Vona að þetta hafi ekki verið eitthvað einstakt dæmi og við náum að gera eitthvað í framhaldinu. Mér fannst líka spilið nokkuð gott og menn óvenju rólegir á boltanum m.v. það sem maður hefur séð oft áður. Það var einhver pirringur út í einstaka sendingar eins og t.d. hjá Aron Einari í fyrri hálfleik, en þar er 19 ára gaur sem hleypur og djöflast eins og vitleysingur þ.a. það má búast við að stöku sending lendi hjá andstæðingunum. Undirritaður kannast við það 🙂

Fannst annars frekar hart að dæma víti á Grétar og svo hefðu félagar mínir þeir Bjarni og Kjarri líklega mátt leysa betur úr seinna markinu. Heiðar var góður, sem og hafsentarnir og aðrir að spila bara á pari fannst mér. Eiður með gott mark en getur klárlega spilað betur eins og fleiri reyndar. Gott að eiga það inni fyrir Skotaleikinn.

Það væri nú gaman ef slatti af þeim sem mættu á Arnarhól og klöppuðu fyrir Valgeiri Guðjóns og co. myndu nú leggja það á sig að mæta og búa til smá gryfju fyrir Skotana. Vonandi skapast stemning fyrir því.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s