Sumaruppgjör

Eins og áður hefur verið lítið um skrif á síðuna yfir sumartímann, enda flest skemmtilegra í sólinni en að hanga fyrir framan tölvuna. Nú er þó heldur betur kominn tími á að gera upp sumarið hjá fjölskyldunni, en því var eingöngu varið innanlands þetta árið. Það hefur ekki verið hægt að kvarta yfir veðrinu þetta sumarið og man undirritaður varla eftir betri júní og júlímánuðum. Við nýttum góða veðrið til hins ítrasta og ferðuðumst talsvert meira um landið heldur en fyrri ár.

Til að byrja með vorum við dugleg að eyða tímanum í ný-uppgerðri Sælu þar sem við m.a. gengum upp á Mosfell (270 m.), heimsóttum Gullfoss og Geysi og að sjálfssögðu dýragarðinn Slakka. Við fengum m.a. heimsókn eina helgina frá Stebba, Guggu, Jóni og Ástu og áttum sem fyrr skemmtilega daga í bústaðarsælunni.

Um miðjan júlí heimsóttum við læknahjónin Elínu og Árna, en þau dvöldu á Blönduósi í sumar. Við eyddum þar þremur dögum sem hefðu, ef ekki væri fyrir gríðarlega gestrisni læknahjónanna, verið hálf misheppnaðir. Blönduós fær seint verðlaun fyrir að vera aðlaðandi staður til að heimsækja, lítið um að vera og stanslaus þoka á staðnum á meðan sólin skein allt í kring. Þegar dvöl okkar á Blönduósi var lokið héldum við áfram norður til Akureyrar, þar sem amma og afi ásamt mömmu og pabba höfðu dvalið í fellihýsinu (matarvagninum). Við leigðum okkur litla íbúð í Hrafnagili og dvöldum þar í 5 daga ásamt Vöku og Tinnu Dögg. Veðrið var alveg frábært og skemmtum við okkur vel í sundi, miðbæjarrölti, Kjarnaskógsklifri og golfi. Fyrir utan þessar reisur reyndum við að njóta blíðunnar á suðvesturhorninu og fórum t.a.m. í lautarferð í Grasagarðinn, sem er uppátæki sem ég mæli hiklaust með.

Golfið hjá undirrituðum lá talsvert á hakanum í sumar og telst mér til að einungis hafi verið spilaðir 8 hringir í það heila; 3 í Grafarholti, 1 á Bakkakoti, 1 á Blönduósi og 3 á Akureyri. Skorið hefur verið í takt við fjölda æfinga og ljóst að úr þessu þarf að bæta á næstu árum.

Hlaupum hefur líka verið illa sinnt eins og líkamsrækt almennt. Reiknaðist mér það til að frá 18. ágúst 2007 (Rvk.maraþoni) og til 23. ágúst 2008 (Rvk.maraþon) þá hafi ég hlaupið samtals tæpa 40 km. sem er afar lítið. Þar fyrir utan hef ég reyndar spriklað í utandeildinni og haft nokkuð gaman af. Síðar í dag er einmitt leikur í úrslitakeppni þessarar utandeildar sem er helsta hreyfingin þessa dagana. En þrátt fyrir fyrrgreint æfingaleysi ákvað ég að skella mér hálft maraþon með Stebba og Hálfdáni og komst í mark á bærilegum tíma við illan leik. Nú hefur markmiðið verið sett á að koma forminu í ásættanlegt horf í vetur. Meira um það síðar.

Læt þetta nægja á samantekt á sumrinu í bili…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s