Utan vallar í úrslitakeppni

Horfði á Jón Eggert og félaga í Utan vallar áðan og fannst JEH standa sig nokkuð vel. Virkaði hálf óstyrkur fyrst, skiljanlega, en eftir því sem á leið fannst mér kallinn komast til síns rétta sjálfs. Líklega leið JEH mest fyrir að vera dreginn þarna til að tala gegn einhverju sem ég held að hann sé alls ekkert á móti, sem hlýtur að vera meira en lítið flókið. Menn ræddu um stöðuna í handboltanum og þá sérstaklega út frá þeirri staðreynd að formenn félaganna hefðu ekki getað komið sér saman um mótafyrirkomulag, en ákvörðun um það er í þeirra höndum. Í meginatriðum eru menn að ræða um hvort taka eigi upp úrslitakeppni á ný eða halda áfram núverandi deildarfyrirkomulagi. Á meðan einhverjir telja það liggja í augum uppi að taka upp úrslitakeppni, í ljósi núverandi stöðu þar sem enginn nennir að mæta og horfa á ráðið Íslandsmót fimm leikjum fyrir lok þess, þá vildi Jón Eggert að menn ræddu málin og tækju vel ígrundaða ákvörðun. Það held ég að sé vel.

Þeir sem unnið hafa í góðri hópavinnu vita hversu mikilvægt það er að horfa á mál og verkefni frá fleiri en einu sjónarhorni til að góður árangur náist. Allt of oft stekkur fólk til og tekur lélegar en afdrifaríkar ákvarðanir af því enginn vill setja sig upp á móti meirihlutanum. Mér finnst gott að vinna með fólki sem er gagnrýnið og hefur kjark og jafnvel hugmyndaflug til að varpa nýju sjónarhorni á málefni eða mælir á móti almannarómi og skapar umræðu. Bestur árangur næst jafnan í hópavinnu þegar einn aðili tekur það að sér að vera slíkur „devil’s advocate“, eins og það er oft kallað (a.m.k. í einhverjum af gömlu skólabókunum mínum). Þarna held ég að Jón hafi komið sterkur inn, en ég held að hann hafi ekki mikla andúð á úrslitakepninni en vilji hins vegar að íþróttin vaxi og dafni og ekki sé ráðist í breytingar, breytinganna vegna.

Sem kemur mér aftur að málefninu, þ.e. deilumáli þáttarins. Ég held að á endanum verði sátt um úrslitakeppni í handboltanum, þar sem það er einfaldasta lausnin. Þá verður í apríl og maí á næsta ári stappað í nokkrum húsum í 3-4 skipti og Íslandsmeistararnir, sem lentu 2-0 undir í einvíginu, vinna titilinn eftir mikla spennu í framlengdum þriðja leik fyrir kjaftfullri Vodafone höll. Þá mætir Aron Kristjánsson í Utan Vallar og hugsanlega JEH með honum (verði hann enn nógu frægur 🙂 ) og ræða um hversu mikið happ það var að breyta fyrirkomulaginu. En þá er líka hætt við því að smám saman lognist liðin frá 9 og niður útaf, m.a. afþví þau fá enga stórleiki og enga úrslitakeppni. Með tímanum þreytast svo allir aftur á úrslitakeppninni og við bætist samkeppnin við körfuboltann (sem af einhverjum ástæðum er úrslitakeppnarsport), fótboltann (sem er að hefjast) og Evrópuboltann (sem nær hámarki á þessum tíma). Liðin fara að pirra sig á því að engin viti neitt um handboltann sem er 9 mánaða sport en spilaður fyrir tómum sal í 7 mánuði og aftur er ákveðið að hendast í deildarkeppnina… Deildakeppnin er jú spennandi frá fyrsta leik og hver leikur skiptir máli. Þá getur það líka gerst að ef líklegu liðin eru ekki klár í maí þá getur Fylkir lagt grunninn að Evrópusæti, Fram landað óvæntum Íslandsmeistaratitli og liðið í neðsta sæti fyllt húsið í síðasta leik mótsins. Þá er líka orðið að einhverju að keppa að komast í deildina og allir sáttir.

Ég held að menn ættu frekar að horfa til uppbyggingar á umgjörð leikja eins og gert hefur verið í fótboltanum og sjá svo til þess að Haukar séu ekki búnir að klára mótið í mars heldur en að gefast strax upp á núverandi fyrirkomulagi. En það er bara ég.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s