Nokkrar bækur

Ég ætti nú heldur betur að vera búinn að koma mér í svefninn en ætla að henda inn þremur bókum sem ég hef lesið á síðustu mánuðum og haft gaman af.

Í kringum jólin síðustu las ég bókina „Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn“, en á frummálinu held ég að tiltekið hafi verið að um Ferrari hafi verið að ræða. Bíltegundinn skiptir þó litlu máli þegar í textann er komið og enn minna máli sú staðreynd að einhver hafi hugsanleg fórnað fínum sportbíl fyrir skírlífisheit. Þó má ráða tilgang bókarinnar af titli hennar, en höfundur leggur upp með að sýna lesandanum þá möguleika sem felast í einfaldara lífi, skýrari markmiðum og iðkun fjölmargra fornra asískra æfinga. Eins og með fleiri sjálfshjálparbækur umtarnar lestur bókarinnar ekki lífi lesandans eins og slagorðin á kápunni gefa til kynna. Hins vegar opnaði hún augu mín að mörgu leyti og veitti mér nýja sýn á ýmsa hluti. Það er gott að grípa í svona bækur annað slagið sem oft skerpa á hlutum sem maður þegar veit og minna mann á hvað það er sem virkilega skiptir máli í lífsleiknum. Ég mæli með bókinni fyrir alla og ætla sjálfur að glugga aftur í hana við tækifæri.

Lestri mínum af sjálfshjálparbókum var ekki lokið og þegar ég kvaddi munkinn tók ég upp bókina „The 4 hour work week“. Sú bók fannst mér frábær í marga staði þó ég væri orðinn nokkuð þreyttur á Timothy höfundi í lokin. Hins vegar voru fjölmargir hlutir sem hann benti á sem ég hef þegar reynt að tileinka mér í þeim tilgangi að auka skilvirkni í vinnu. Ég hins vegar gerði mér fljótt grein fyrir því að ég myndi ekki í bráð þora að stökkva á vagninn með honum og vinna mig í átt að styttri vinnudegi, en bókin var gagnleg fyrir því. Ég hef raunar trú á að ég gæti unnið mun færri tíma á dag og oft á fjarlægum stöðum, en held að mér tækist seint að sannfæra mína yfirmenn um hagræðið í því. Mæli eindregið með þessari bók, sérstaklega fyrir þá sem alltaf mæta fyrstir í vinnuna og kveðja hana síðastir 🙂

Í gær lauk ég svo lestri bókarinnar „The Reluctant Fundamentalist“ eftir Moshin Hamid. Hamid þessi er Pakistani sem er menntaður frá Princeton og Harvard og búsettur í Bandaríkjunum. Bókin fjallar einmitt um ungan mann frá Pakistan sem útskrifast með láði frá Princeton og er á hraðri uppleið á vinnustaðnum sínum í New York, þegar vélarnar fljúga á turnana tvo þann 11. september 2001. Í kjölfarið tekur líf hans stakkaskiptum. Lesandinn er leiddur í gegnum bókina af þessum manni sem segir Bandaríkjamanni sögu sína einn dag í Pakistan. Sagan er ótrúlega skarplega skrifuð og veitir frábæra innsýn í þær breytingar sem áttu sér stað í kjölfar árásanna. Bókin minnir mig á Flugdrekahlauparann að því leyti að hún varpar svo skýru ljósi á heim sem maður þekkir lítið og sýnir á svo áþreifanlegan hátt hvernig stríðið (í þessu tilviki hið meinta stríð á hendur hryðjuverkum) horfir við þeim sem fyrir því verða. Þetta er svona bók sem ég hefði gjarnan vilja ræða við einhvern en því miður held ég að fáir hafi lesið hana og því hvet ég alla til að hefja lesturinn sem fyrst. Sjálfur er ég byrjaður á fyrri bók Hamid sem heitir „Moth Smoke“.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s