Heimkomin frá Orlando

Við skiluðum okkur heim frá Orlando á sunnudaginn síðasta eftir hreint frábæra ferð. Athygli vakti við komuna hversu sólbrúnn undirritaður var við komuna en það staðfestist hér með að engin ólögleg efni eða olíur voru notuð til að auka á áhrif sólarinnar.

Ferðin var sem fyrr segir vel heppnuð og náðum við fjölskyldan að slappa virkilega vel af. Ég mæli með þessu fyrirkomulagi, þ.e. að leigja stórt hús í sameiningu, fyrir hvern sem er því fín herbergi og sér baðherbergi gerðu það að verkum að enginn steig á tærnar á öðrum. Við lok síðustu færslu vorum við á leið í tívolí í gamla bænum í Orlando og var það virkilega skemmtileg heimsókn þar sem stemningin var fín og stelpurnar fengu að prófa létt tívolítæki og við hin að smakka á alvöru amerískum rjómaís. Dagana á eftir var spilað golf, verslað, slappað af í húsinu og verslað aðeins meira. Við heimkomuna fannst okkur Tinnu við ekkert hafa verslað að ráði en töskurnar okkar og kreditkortareikningurinn segja allt aðra sögu.

Ég náði einungis að spila einn golfhring en bjóst svosem ekki við mikið meiru fyrir ferðina og var bara nokkuð sáttur við það. Þó stelpurnar hafi verið virkilega góðar saman, þ.e. Kötlurnar, þá var heilmikil ferð á þeim og þó nokkuð fyrir þeim að hafa. Ekki þannig að á þeim hafi verið mikil vandræði, heldur eru þetta kröftugar dömur sem fóru nokkuð geyst í lauginni, húsinu og á leikvellinum en það er jú bara besta mál. Við lok ferðarinnar má kannski segja að nokkur þreyta hafi verið komin í sambandið hjá frænkunum en þó stundum kastaðist í kekki þá voru þær nú fljótar að fallast í faðma. Það var heldur betur þægilegt að hafa leikfélaga og fyrir vikið var ferðin enn meira ævintýri fyrir Þórdísi Kötlu og væntanlega frænku hennar líka.

Ævintýrið náð þó hámarki við heimsókn okkar í einn Disney garðinn en Disney veröldin er hálf ótrúleg og mikil upplifun að heimsækja Magic Kingdome garðinn. Við vorum mætt rétt eftir opnum og náðum að skoða stóran hluta af garðinum og einblíndum að sjálfsögðu á þann hluta sem miðaður er að yngstu kynslóðinni. Stelpurnar hittu Bangsímon og félaga, heimsóttu húsið hans Mikka Mús og sátu á mynd með Ariel hafmeyju. Raunar tók Ariel hafmeyja sig svo vel út í bikiníinu að undirritaður sá sig knúinn til að fá að vera með á myndinni :). Síðan var farið í hin og þessi tæki og meira að segja rússíbana sem vakti mikla lukku hjá litla brjálæðingnum Þórdísi Kötlu. Kastali öskubusku var að sjálfsögðu heimsóttur og horft á flottar sýningar sem skutu upp kollinum á víð og dreif um garðinn. Virkilega vel heppnaður dagur sem reyndar tók enda um þrjú leytið þegar kraftar Íslendingana höfðu gefið sig í sólinni og rúmlega 30°C hitanum.

Það er alls ekki ólíklegt að stefnt verði á svipaða ferð síðar meir enda ótrúlega gott að komast burt úr kuldanum eftir þessa myrku mánuði sem janúar og febrúar eru hérna á fróni. Signý Hekla stóð sig eins og hetja og þó við mælum ekkert sérstaklega með því að draga ungabarn og annað barn í svona ferðalag þá sýndu dömurnar okkar að það er þó vel hægt með góðri hjálp. Signý Hekla þurfti að vísu að heimsækja lækni í Ameríkunni þar sem henni gekk illa að rífa af sér kvefið en það var minnsta mál og nú við lok penicilinskammtsins sem hún fékk er hún öll miklu betri. Mest komu stelpurnar okkur á óvart í vélinni á leiðinni heim því þær sváfu nánast alla leiðina og var lítið fyrir þeim að hafa.

Nú eru allir að verða búnir að snúa tímanum á réttan kjöl og þá lítið að gera nema að hefja Bud Light- og Buffalóvængjaátakið og skokka inn í íslenska sumarið. Það ætla ég að gera í snjónum um helgina…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s