Ljúfa lífið í Orlando

Kominn tími til að rita aðeins um ferðina okkar til Orlando það sem af er. Eftir ljúfa páska þar sem við eyddum tímanum að mestu í afslöppun var haldið til Orlando sl. mánudag. Ferðin gekk hreint ótrúlega vel og systurnar ásamt Kötlu frænku þeirra stóðu sig eins og hetjur á þessu langa ferðalagi. Mikið til má þakka það góðri þjónustu hjá Flugleiðum en það er alveg merkilegt hvað þær voru til í að stjana við okkur flugfreyjurnar um borð.

Við lendingu á mánudagskvöldið sóttum við bílaleigubílana tvo sem við höfðum pantað hjá Dollar.com og vorum ekki svikin af þeim viðskiptum. "Þurftum" að vísu að fá aðeins stærri bíla en við höfðum pantað þar sem okkar voru ekki til en þar sem við þurftum ekki að greiða aukalega fyrir það var lítið um kvartanir. Síðan var haldið af stað í átt að Windsor Hills hverfinu og var GPS tækið látið ráða för. Eitthvað náðum við Sigga (eins og tækið er kallað) illa saman því þegar hún hafði farið með mig fram og aftur um "exitið" inn í Disney garðinn ákváðum við að fara heldur eftir leiðbeiningum frá Google Maps og rötuðum samstundis rétta leið. Komumst síðar að því að líklega var ekki Siggu um að kenna heldur röngum innslætt í tækið. En við komumst á leiðarenda og það er fyrir öllu.

 

7716 Teasocone Boulevard olli engum vonbrigðum. Húsið er rúmgott og í raun alveg frábært fyrir stóran hóp eins og okkur. Hvert herbergi með góðu rúmi, sjónvarpi með DVD og sér baði. Síðan er hérna flott sundlaug á veröndinni hjá okkur, ásamt heitum potti, leikherbergi ofl ofl. Það fer því hreint ekki illa um okkur hérna.

20080329125302_30

Eins og Íslendinga er siður hefur verið vel tekið á því í verslunum hérna og útlit fyrir að enn verði aukið á neysluna næstu daga. Þegar hafa verið lögð drög að heimsókn í Flórída Mall, sem fyrir bankareikninginn hljómar eins og ógnvekjandi viðbót við fyrri heimsóknir í Outlet-in. Mamma, pabbi og amma hafa heimsótt 2 golfvelli og bera þeim góða söguna. Sjálfur á ég bókað á Stoneybrook West vellinum á mánudaginn en ég býst ekki við því að spila mikið þar sem erfitt er að púsla þessu í kringum eftirlitið með stelpunum. Ég kvarta svosem ekki enda finnst mér hreint ágætt að slappa af hérna í húsinu við sundlaugarbakkann. Merkilegt þó hvað okkur gengur illa, mér og sólinni, að negla niður þennan þeldökka lit sem ég er þekktur fyrir. Það hlýtur þó að detta inn bráðlega.  Það ber þó hæst af fyrrgreindum golfheimsóknum liðsins hérna að pabba tókst að fara holu í höggi í gærdag. Átti víst glæsilegt högg á 150 m. par 3 holu sem rataði beina leið í holuna. Magnað afrek það.

20080329125251_26Nú sit ég hérna við sjónvarpið sem hefur heldur betur verið vanrækt í þessari ferð og glápi á amerískar íþróttir. Hef saknað íþróttanna hérna. Hef raunar saknað margs úr Ameríkunni sem ég hef rifjað upp kynnin við síðustu daga, s.s. Buffalo vængja, ákveðinna bjórtegunda, veðursins og suðrænnu gestrisninnar.  Ferðinni er nú heitið í verslunarleiðangur í Wal Mart en fyrst í heimsókn í gamla bæinn hérna í Orlando þar sem á að leyfa stelpunum að kíkja í tívolí. Stelpurnar hafa verið ótrúlega duglegar að dunda sér í lauginni og á leikvellinum hérna fyrir framan og í raun lítið fyrir þeim að hafa. Við heimsóttum miðbæ Disney um daginn með þeim og það vakti nokkra kátínu en þær eru síðan spenntar fyrir þriðjudeginum, en þá er stefnan setta á Disney Magic Kingdom garðinn.

Jæja, um að gera að fara að koma sér út og því læt ég þetta duga í bili. Veðrið hefur verið með miklum ágætum, hiti í kringum 30°C og sól að mestu leyti. Signý Hekla og Tinna hafa að vísu verið að glíma við kvef en að því undanskildu er þetta alveg hreint óaðfinnanlegt frí til þessa. Myndir komnar á barnalandssíðuna, en lykilorðið þar er heiti á ágætum bæ í Alabama… 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s