Afmælisdagurinn…

Strákurinn og afmæli í dag og fyllir nú heil 28 ár takk fyrir. Ég var vakinn venju samkvæmt nokkuð fyrir klukkan 8 í morgun en það er nú orðið hægt að treysta á það að önnur stelpnanna sé vöknuð fyrir þann tíma. Oftast báðar. Í dag var hins vegar ekkert mál að vakna því ég var dreginn á fætur af ilmandi góðri pönnukökulykt. Tinna tók sig til og bakað frá grunni eðal "amerískar" pönnukökur og lagði á borð ásamt fleira góðgæti fyrir afmælisbarnið. Varla hægt að hugsa sér betri leið til að byrja daginn. Lauma uppskriftinni, sem hún fékk frá Möggu og Ingó, á vefinn fljótlega. Svona gersemum verður að dreifa.

Afmælisdagurinn hefur annars verið hreint ágætur. Við litum inn á barnalæknavaktina í Domus Medica til að láta líta á stelpurnar sem báðar hafa verið að berjast við leiðinda kvef. Við vildum fullvissa okkur um að allt væri í lagi fyrir ferðina á mánudaginn og það lítur út fyrir að þær verði búnar að rífa þetta af sér. Við munum þó reyna að halda Signýju Heklu að mestu innandyra fram að ferð til að fullvissa okkur um að hún nái sér að fullu. Leyfðum okkur þó að smella henni í vagninn áðan og taka stuttan göngutúr til að koma henni í svefn. Það var hreinlega ekki annað hægt en að heilsa lítillega upp á góða veðrið, eða ágæta veðrið.

Annars höfum við bara verið í rólegheitum hér í Hvarfinu og reynt að slappa af. Undirritaður tók sig til og bakaði dýrindis súkkulaðiköku og Tinna skellti brauðrétt í ofninn sem mamma, pabbi, Habba og Reynir gæddu sér á. Nú hef ég komið mér þægilega fyrir í "kúriherberginu" og bý mig undir að gera skattaskýrsluna, sem hlýtur að vera eitt af leiðinlegri verkefnum hvers árs. Skelfilega óspennandi verkefni.

Það bætir ekki úr skák að ég er að hlusta á leik Ebbsfleet og Stevenage í útvarpinu (BBC á netinu) og mínir menn eru að bíða afhroð. Það verður þá annar tapleikurinn í röð í deildinni sem gerir líklega endanlega út um vonir okkar um að komast upp þetta árið. Strákarnir virðast hafa ofmetnast í kjölfar bikarárangursins.

Jæja, ætla að henda mér í skattskýrsluna. Flórída á mánudaginn og undirritaður orðinn meira en klár í sólina. Hárið fékk að fjúka í gær við mikla kátínu Þórdísar Kötlu sem aðstoðaði Tinnu við raksturinn. Alveg ómögulegt að vera að flækjast með hár á hausnum í hitanum…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s