Í kvennabúri

Var rétt í þessu að horfa á Tiger setja sigurpúttið niður á Arnold Palmer Invitational mótinu í Orlando. Ótrúlegur íþróttamaður sem ég held að sé í sérflokki í heiminum í dag óháð íþrótt. Pressan að setja næst síðasta höggið á góðan stað var gríðarleg og svo þurfti sérstakan mann til að "make history" á svona ótrúlega magnaðan hátt. Nú er hann kominn upp í þriðja sætið yfir sigursælustu golfspilara allra tíma og líklega stutt að bíða þess að toppnum verði náð.

Það var enn skemmtilegra að horfa á þetta mót, vitandi það að fljótlega verð ég mættur í þetta veðurfar. Siggi stormur á Stöð 2 tók einmitt fyrir bestu staðina til að heimsækja um páskana og Orlando kom vel út úr þeirri úttekt. Ég er miklu meira en spenntur….

Horfði á Sjálfstætt fólk fyrr í kvöld þar sem Egill Gillz var tekinn tali. Hef haft gaman af að fylgjast með þessum strák síðustu ár, sérstaklega út frá svona markaðsfræðilegu sjónarmiði. Ótrúlega gaman að sjá hvernig hægt er að búa til svona karakter á litlu landi og lifa bara vel á því. Held að menn verði að hafa eitthvað á milli eyrnanna til þess. Ég man ekkert eftir honum úr fótboltanum þó þetta sé jafnaldri minn, en er nokkuð viss um að hafa unnið við hliðina á honum í unglingavinnunni eitt sumar og að þá hafi hann ekki verið jafn liðtækur í lyftingunum. Þvert á móti.

Annars góð íþróttahelgi að baki. Staðan í ensku smám saman að færast í það horf sem ég spáði fyrir nokkru. Ísland vann Færeyjar nokkuð sannfærandi í hálf hallærislegum landsleik og svo kláraði Tiger þetta með stæl rétt í þessu. Virkilega skemmtilegt.

Helgin var líka fín hjá undirrituðum. Náði að mæta í Nautilus í gær og hóf svo þennan dag á heljarinnar göngutúr með Þórdísi Kötlu. Dró hana á snjóþotu yfir í brekkuna í Seljahverfinu þar sem við renndum okkur nokkrar hressilegar ferðir. Eftir hádegi kíktum við í bíó á stórmyndina Horton… sem vakti litla lukku hjá dömunni. Þegar poppið, ísinn og súkkulaðistykkið var búið og ljóst að ekki væri meira góðgæti að fá í kvikmyndahúsinu tilkynnti ÞK mér að henni þætti myndin alls ekki skemmtileg og vildi fara heim. Ég varð að sjálfsögðu við þeirri bón og sló tvær flugur í einu höggi þar sem þetta var ein af þeim "mönunum" sem ég átti ólokið við eftir lestur bókarinnar "The 4 Hour Work Week". Meira um hana síðar. Við Þórdís Katla skelltum okkur svo í kaffi í Ársali til ömmu og afa þar sem það bara hæst að ÞK náði sér í flís í fingurinn. Baráttan við að ná flísinni út tók líklega hátt í klukkutíma og skilaði 1 ltr af tárum í sarpinn frá ÞK.

Jæja, fínt í bili. Þórdís Katla, Signý Hekla og Tinna Margrét komnar í rúmið og elsta stelpan okkar (Vaka) fer líklega að skila sér heima af fimleikaæfingu, en hún fór þangað með kragann að heilsa upp á liðið. Hressandi að búa með fjórum stúlkum… ég hreinlega held að ég hafi gott af því að mæta í vinnuna á morgun. Svona upp á karlmennskuna að gera 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s