Í útilegu hjá tengdó

Undirritaður er staddur í Heiðargerði sem stendur en þar sváfum við Tinna í nótt, Vöku systur hennar til samlætis. Vaka lenti í fimleikaóhappi og náði að brjóta á sér hálsinn. Sérlega óheppilegt, sér í lagi þar sem hún átti bókað far til Tenerife í gærmorgun.  Næstu dagana munum við því líklega gera okkar besta til þess að skemmta Vöku og okkur sjálfum og reyna að hjálpa henni eftir bestu getu…

Annars er lítið að frétta af fjölskyldunni. Við teljum nú bara dagana niður þangað til við höldum til Flórída, en nú eru einungis 9 dagar í brottför. Gleði, gleði. Mikið búið að vera að gera í vinnunni að undanförnu, eins og líklega oft áður, og því verður það einkar kærkomið að komast í rúmlega tveggja vikna frí.

Hef verið hrikalega latur við að æfa upp á síðkastið og mér finnst sem ég horfi á magann á mér umbreytast með hverjum deginum. Lungun og hjartað kvarta líka sáran við minnstu áreynslu og þegar ég stóð mig að því að taka lyftuna upp á þriðju hæð þegar ég mætti til vinnu einn morguninn ákvað ég að nú yrði blaðinu snúið við. Það var tilviljun að þann dag var einmitt að hefjast Lífshlaupsleikurinn og ég var því nokkuð brattur að nú tæki við nýtt tímabil aukinnar æfingasóknar hjá mér. Metnaðurinn dreif mig áfram í 2 daga en nú er ég kominn í sama farið, þ.e. bolti 2 í viku sem er engan veginn nóg.

Það er merkilegt hvað það er erfitt að koma sér í einhverja svona æfingarútínu… Spurning um að setja sér markmið og hafa 42 km. í Reykjavíkurmaraþoni vissulega komið upp í hugann, en ekki heillað nægjanlega til skráningar. Líklega best að taka einn dag í einu og koma sér í líkamsrækt í dag.

Læt þetta duga í bili. 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s