Fjör í Álfkonuhvarfi og tönn !

Undirritaður er sérlega þreyttur eftir eina svefnlausustu nótt síðari tíma. Þórdís Katla glímir þessa dagana við hina sérlega ógeðfelldu hlaupabólusótt og átti erfitt með svefn í nótt. Ástandið í Hvarfinu var annars frekar skrautlegt í gærkvöld og nótt, útilegustemning. Í kúrisófa sváfu mæðgurnar Vaka og Tinna Dögg þar sem Vaka átti að mæta á fimleikamót eldsnemma í morgun, Tinna og Signý Hekla sváfu vært í hjónarúminu og við Þórdís Katla grétum í takt yfir óförum hennar. Hún grét að  minnsta kosti því pabbar geta jú ekki grátið, eða hvað? Það er síðari tíma umræða.

Það var mikil lukka að Tinna Dögg skuli vera hér í pössun því á meðan frænkurnar leika sér virðist Þórdís Katla ná að gleyma kláðanum sem fylgir bólunum. Það versta við þetta er að þó nokkuð líklegt sé að Signý Hekla grípi bólusóttina telja fróðir menn og konur að hún muni fá hana aftur síðar meir. Það er súrt.

En Signý Hekla náði þeim merka áfanga í gær að koma upp sinni fyrstu tönn. Myndarleg framtönn í neðri gómi er farinn að svara skeiðabanki og því styttist óðum í að litla daman geti farið að bíta stóru systur og foreldra sína af einhverri alvöru.

Sjálfur er ég sem fyrr segir hálfslappur, illa sofinn og með snert af kvefi. Alls ekki hress. En það hlýtur að bjargast. 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s